Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 11:04 John Kerry lentur í Kangarlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, á Grænlandi, í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur. Forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands taka á móti Kerry. Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira