Erlent

ISIS segist bera ábyrgð á sveðjuárásinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tveir lögreglumenn særðust í sveðjuárás í Belgíu í gær
Tveir lögreglumenn særðust í sveðjuárás í Belgíu í gær Vísir/EPA
ISIS hefur lýst ábyrgð sér á hendur vegna sveðjuárásar sem framin var í Charleroi í Belgíu í gær. Tveir lögreglumenn særðust alvarlega í árásinni en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu.

Yfirvöld í Belgíu hafa borið kennsl á árásarmanninn en hann er 33 ára Alsírbúi sem búsettur hefur verið í Belgíu frá árinu 2012.

Er árásarmaðurinn sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku áður en hann réðst til atlögu fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Charleroi.

Fyrr í dag var maður handtekinn í Liege í Belgíu með sveðju eftir að lögreglu barst tilkynning um grunsamlegt athæfi mannsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×