Fótbolti

Xavi: Pep breytti heimsfótboltanum og getur breytt þeim enska líka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola á blaðamannafundi á dögunum.
Guardiola á blaðamannafundi á dögunum. vísir/getty
Pep Guardiola breytti heimsfótboltanum og getur breytt enskum fótbolta, en þetta segir fyrrum lærisveinn hans hjá Barcelona, miðjusnillingurinn Xavi Hernandez.

„Joan Villa, sem var leiðbeinandi minn í Barcelona sagði við mig að drekka allt í mig sem kom frá Pep,” sagði Xavi í heimildarmynd um Pep Guardiola.

„Það fyrsta sem ég man að hann sagði við mig sem þjálfari að hann myndi ekki þola ef það væri einhver leikmaður sem væri ekki tilbúinn að leggja hmikið á sig.”

„Það eina sem ég krefst er að þú vinnir mikið fyrir liðið sagði hann. Þetta kom okkur í opna skjöldu. Hápressan var frábær. Þetta var alvöru fótboltabylting. Nútímaleg útgáfa af fótbolta.”

Velgengnin var mikil þegar Guardiola þjálfaði Barcelona, en hann tók við liðinu árið 2008 og þjálfaði það til 2012. Þaðan fór hann til Bayern Munchen og er nú kominn til Englands.

„Eftir nokkur ár spilaði ekkert lið löngum boltum lengur, meira segja Real Madrid breytti sínum stíl. Fyrsta ár Pep þá kom hann af stað fótboltabyltingu. Við skrifuðum söguna. Ekki bara fyrir sigrana, heldur hvernig við spiluðum.”

„Hann breytti heimsfótboltanum. Hann breytti ekki bara Barcelona, hann breytti heimsfótboltanum. Ég held að hann sé einn af þeim fáum sem gætu breytt enskum fóbolta,” sagði Xavi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×