Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 16:30 Naim Zabergja missti son sinn Dijamant í árásinni í München í gær. Vísir/AFP Hin fjórtán ára Armela Segashi og hinn tvítugi Dijamant Zabergja frá Kósóvó voru í hópi fórnarlamba hins átján ára Ali David Solboly sem varð níu manns að bana og særði 27, þar af tíu alvarlega, í og í kringum verslunarmiðstöð í München í gær. „Það er með mikilli sorg sem ég greini frá því að sonur minn, Dijamant Zabergja, 21, var drepinn í München í gær.” Þetta ritar Naim Zabergja, faðir Dijamant á Facebook-síðu sína í dag. Reuters greinir frá þessu. Dijamant Zabergja var eitt af fyrstu fórnarlömbum árásarinnar sem var nafngreint. Naim Zabergja fór að verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. Dijamant var einn af þremur Kósóvómönnum sem var skotinn til bana af hinum átján ára árásarmanni.Á meðal yngstu fórnarlambanna Armela var á meðal yngstu fórnarlamba árásarinnar. Bróðir hennar birti mynd af systur sinni á Facebook um miðnætti þar sem hann sagði hana hafa verið í kringum verslunarmiðstöðina í gær og að fjölskyldan hafði ekkert heyrt í henni frá því að fréttir bárust af árásinni. Í morgun greindi hann svo frá því að Armela hefði fallið í árás Solboly. „Armela – ástkær dóttir okkar, systir og vinur var drepin í árásinni í München í dag. Við elskum þig engill,“ skrifaði bróðirinn í morgun.Ung fórnarlömbAlls fórust níu manns í árásinni auk árásarmannsins sjálfs sem talinn er að hafi fyrirfarið sér skömmu eftir árásina. Átta hinna látnu voru tvítugir eða yngri, en yngstu fórnarlömbin voru fjórtán ára. Árásarmaðurinn var Þjóðverji af írönskum uppruna sem var fæddur og upp alinn í München. Hann bjó á heimili foreldra sinna í hverfinu Bezirk Maxvorstadt og hafði ekki áður komið við sögu lögreglu. Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hin fjórtán ára Armela Segashi og hinn tvítugi Dijamant Zabergja frá Kósóvó voru í hópi fórnarlamba hins átján ára Ali David Solboly sem varð níu manns að bana og særði 27, þar af tíu alvarlega, í og í kringum verslunarmiðstöð í München í gær. „Það er með mikilli sorg sem ég greini frá því að sonur minn, Dijamant Zabergja, 21, var drepinn í München í gær.” Þetta ritar Naim Zabergja, faðir Dijamant á Facebook-síðu sína í dag. Reuters greinir frá þessu. Dijamant Zabergja var eitt af fyrstu fórnarlömbum árásarinnar sem var nafngreint. Naim Zabergja fór að verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. Dijamant var einn af þremur Kósóvómönnum sem var skotinn til bana af hinum átján ára árásarmanni.Á meðal yngstu fórnarlambanna Armela var á meðal yngstu fórnarlamba árásarinnar. Bróðir hennar birti mynd af systur sinni á Facebook um miðnætti þar sem hann sagði hana hafa verið í kringum verslunarmiðstöðina í gær og að fjölskyldan hafði ekkert heyrt í henni frá því að fréttir bárust af árásinni. Í morgun greindi hann svo frá því að Armela hefði fallið í árás Solboly. „Armela – ástkær dóttir okkar, systir og vinur var drepin í árásinni í München í dag. Við elskum þig engill,“ skrifaði bróðirinn í morgun.Ung fórnarlömbAlls fórust níu manns í árásinni auk árásarmannsins sjálfs sem talinn er að hafi fyrirfarið sér skömmu eftir árásina. Átta hinna látnu voru tvítugir eða yngri, en yngstu fórnarlömbin voru fjórtán ára. Árásarmaðurinn var Þjóðverji af írönskum uppruna sem var fæddur og upp alinn í München. Hann bjó á heimili foreldra sinna í hverfinu Bezirk Maxvorstadt og hafði ekki áður komið við sögu lögreglu.
Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10
Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12