Hjálpaði til við uppvask og var hnepptur í gæsluvarðhald Þorgeir Helgason skrifar 8. desember 2016 07:00 Maðurinn aðstoðaði vin sinn við uppvask þegar lögreglan réðst til atlögu. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 800 þúsund krónur í bætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu. Maðurinn var handtekinn þegar lögreglan réðst til atlögu vegna gruns um vændisstarfsemi á kokteilklúbbnum Strawberry’s í Reykjavík. Honum var haldið í ellefu daga í gæsluvarðhaldi áður en honum var sleppt. Á haustmánuðum 2013 réðst lögregla í umfangsmiklar rannsóknaraðgerðir vegna grunsemda um að vændi væri gert úr frá Strawberry’s. Sjö óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru á staðinn og var þeim öllum boðin kynlífsþjónusta gegn greiðslu, segir í gögnum málsins. Síðar um kvöldið réðst lögregla í húsleit á staðnum og voru þeir sem þar voru að störfum handteknir. Stefnandi var meðal þeirra en hann hafði verið á staðnum til að aðstoða vin sinn, sem starfaði sem barþjónn. Hann hefði stundum hjálpað honum við uppvask og þrif þegar mikið hefði verið að gera en aldrei þegið laun. Þessa nótt hefðu verið óvenju margir gestir á staðnum, en síðar kom í ljós að flestir þeirra voru lögreglumenn. Maðurinn kveðst hafa liðið miklar andlegar kvalir á meðan á einangrunarvist stóð og leiti hugur hans enn til þessa atviks og dvalarinnar í gæsluvarðhaldinu. Aðgerðirnar hafi falið í sér verulegt inngrip í líf hans, enda hafi verið um langvarandi frelsisskerðingu að ræða. Hann gerði kröfu um þrjár milljónir króna í miskabætur.Uppfært: Það skal tekið fram að grunsemdir lögreglumannana um að kynlífsþjónusta væri í boði á staðnum leiddu ekki til ákæru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 800 þúsund krónur í bætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu. Maðurinn var handtekinn þegar lögreglan réðst til atlögu vegna gruns um vændisstarfsemi á kokteilklúbbnum Strawberry’s í Reykjavík. Honum var haldið í ellefu daga í gæsluvarðhaldi áður en honum var sleppt. Á haustmánuðum 2013 réðst lögregla í umfangsmiklar rannsóknaraðgerðir vegna grunsemda um að vændi væri gert úr frá Strawberry’s. Sjö óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru á staðinn og var þeim öllum boðin kynlífsþjónusta gegn greiðslu, segir í gögnum málsins. Síðar um kvöldið réðst lögregla í húsleit á staðnum og voru þeir sem þar voru að störfum handteknir. Stefnandi var meðal þeirra en hann hafði verið á staðnum til að aðstoða vin sinn, sem starfaði sem barþjónn. Hann hefði stundum hjálpað honum við uppvask og þrif þegar mikið hefði verið að gera en aldrei þegið laun. Þessa nótt hefðu verið óvenju margir gestir á staðnum, en síðar kom í ljós að flestir þeirra voru lögreglumenn. Maðurinn kveðst hafa liðið miklar andlegar kvalir á meðan á einangrunarvist stóð og leiti hugur hans enn til þessa atviks og dvalarinnar í gæsluvarðhaldinu. Aðgerðirnar hafi falið í sér verulegt inngrip í líf hans, enda hafi verið um langvarandi frelsisskerðingu að ræða. Hann gerði kröfu um þrjár milljónir króna í miskabætur.Uppfært: Það skal tekið fram að grunsemdir lögreglumannana um að kynlífsþjónusta væri í boði á staðnum leiddu ekki til ákæru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira