Keppnisvöllur Zorya Luhansk stóðst skoðun í morgun og mun því leikur liðsins gegn Manchester United í Evrópudeild UEFA fara þar fram eins og ráðgert var.
Völlurinn, sem er í borginni Odessa, var lýst „eins og grjóti“ af Daley Blind, varnarmanni Manchester United, í gær.
Mikill kuldi hefur verið í Odessa en dómararnir sem skoðuðu völlinn í morgun segja að hann hafi skánað mikið í nótt eftir dúkur var lagður yfir hann og heitu lofti blásið undir dúkinn.
„Þetta fer allt eftir veðrinu. Völlurinn er ekki í frábæru ástnadi. En við reiknum með því að hitastigið verði fyrir ofan frostmark, 2-3 gráður, og því ætti þetta að vera í lagi,“ sagði talsmaður Zorya í dag.
Odessa er í 600 km fjarlægð frá Zorya en ekki var hægt að spila leikinn þar vegna átakanna í austurhluta Úkraínu.
Manchester United þarf að minnsta kosti stig í leiknum til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar.
Völlurinn í Úkraínu "eins og grjót“ | United spilar í kvöld
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




