Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 16:13 Hæstiréttur taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. vísir/gva Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því þann 21. júní síðastliðinn en karlmaður var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars frelsissviptingu, meiriháttar líkamsárás, kynferðislega áreitni, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa þvingað konuna til munnmaka en sýknaður af nauðgun þegar hann hafði í kjölfar munnmakanna endaþarmsmök við konuna þar sem héraðsdómur taldi að hann hefði verið í góðri trú þá, miðað við framburð konunnar fyrir dómi og hjá lögreglu.Sjá einnig: Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Í reifun á dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Voru því taldar fram komnar nægar líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ að því er segir í reifun dómsins. Málið þarf því að fara að nýju fyrir héraðsdóm en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 7. febrúar síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær þar til að dómur í máli hans myndi ganga fyrir Hæstarétti en þó eigi lengur en til 23. desember. Nú þegar Hæstiréttur hefur dæmt í málinu ætti að láta manninn lausan samkvæmt öllum lögum og reglum.Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því þann 21. júní síðastliðinn en karlmaður var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars frelsissviptingu, meiriháttar líkamsárás, kynferðislega áreitni, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa þvingað konuna til munnmaka en sýknaður af nauðgun þegar hann hafði í kjölfar munnmakanna endaþarmsmök við konuna þar sem héraðsdómur taldi að hann hefði verið í góðri trú þá, miðað við framburð konunnar fyrir dómi og hjá lögreglu.Sjá einnig: Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Í reifun á dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Voru því taldar fram komnar nægar líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ að því er segir í reifun dómsins. Málið þarf því að fara að nýju fyrir héraðsdóm en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 7. febrúar síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær þar til að dómur í máli hans myndi ganga fyrir Hæstarétti en þó eigi lengur en til 23. desember. Nú þegar Hæstiréttur hefur dæmt í málinu ætti að láta manninn lausan samkvæmt öllum lögum og reglum.Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48
Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17