„Við spilum einfalt og ef einhverjum finnst það lélegt er það bara þeirra skoðun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 19:00 Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18
Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39
Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26