Sagna: Ísland veitti Englandi lexíu í reisn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 17:15 Bacary Sagna ræðir við fréttamenn. Vísir/AFP Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55