Risamarglyttur brenna sundfólk í Nauthólsvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2016 06:00 Brennihveljum hefur fjölgað á heimsvísu. Sérstak viðvörunarskilti er nú vegna þeirra í Nauthólsvík. Mynd/aðsend „Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil.Þessir sundmenn í Nauhólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem nánast straukst við þá á sundinu. Fréttablaðið/Hanna„Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmisviðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjósundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“MarglytturHafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af marglyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en samferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil.Þessir sundmenn í Nauhólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem nánast straukst við þá á sundinu. Fréttablaðið/Hanna„Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmisviðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjósundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“MarglytturHafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af marglyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en samferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira