Erlent

Niðurstöður í Ástralíu óljósar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki er hægt að skera úr um hver hafi sigrað í þingkosningum í Ástralíu.
Ekki er hægt að skera úr um hver hafi sigrað í þingkosningum í Ástralíu. Vísir/EPA
Ekki er hægt að skera úr um hver er sigurvegari þingkosninganna í Ástralíu sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Afar mjótt er á mununum á milli stjórnarflokka landsins og stjórnarandstöðunnar.

Óljóst er hvort að Liberal-National, sem er í stjórn, nái þeim 76 sætum sem þarf til þess að mynda meirihluta í neðri deild þingsins. Ef það tekst ekki þarf flokkurinn að reiða sig á smærri flokka eða óháða til þess að mynda ríkisstjórn.

Verkamannaflokkurinn, sem situr í stjórnarandstöðu mun þó ekki ná meirihluta þingsæta en ljóst er þó að flokkurinn hefur sótt í sig veðrið frá úrslitum síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 55 þingsæti.

Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó vera viss um að hann geti myndað ríkisstjórn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×