Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 19:39 Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um breytingar á stjórnarskránni í lok nóvember eða byrjun desember ef Alþingi nær að afgreiða tillögur stjórnarskrárnefndar fyrir þinglok í vor. Stjórnarskrárnefnd birti drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is í kvöld. Ekki náðist samkomulag um ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd árið 2013, eftir miklar deilur um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað frá sér tillögum til umsagnar fram til 8. mars en eftir það mun nefndin skila lokatillögum sínum. Það var eins og grágæsin, en eins og flestir vita eru elstu lög Íslands kölluð Grágás, fyndi á sér að breytingar væru í vændum á grunnlögum landsins þar sem hún vappaði fyrir utan stjórnaráðið í dag. Stjórnarskrárnefnd kom saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á tillögur sínar en þær verða til umsagnar næstu tæpu þrjár vikurnar.Meginefni frumvarpanna Drögin voru kynnt á vefnum stjórnarskra.is í kvöld. „Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá yrði að rjúfa þing um leið og Alþingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og boða til kosninga. Breytingarnar tækju síðan ekki gildi fyrr en nýtt þing hefði staðfest þær. Í lok síðasta kjörtímabils var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði sem gerir það kleift að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili án þessa að þing verði rofið. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segir nú tímabært að kynna stöðu vinnu stjórnarskrárnefndarinnar. Hann segir nefndina svo fara yfir þær umsagnir og athugasemdir sem berast og ganga frá lokatillögum til forsætisráðherra. „Síðan er það hinna pólitísku leiðtoga að ráða ráðum sínum hvort þeir vilji standa saman að flutningi frumvarpanna aá Alþingi.“Ef Alþingi nær að afgreiða þetta í vor, hvenær gætu Íslendingar þá í fyrsta lagi greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá?„Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í stjórnarskrá má halda slíka atkvæðagreiðslu á tímabilinu sex til níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis. Það gæti því verið í lok árs, ef þetta gengi eftir.“Nánar má kynna sér drögin hér. Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um breytingar á stjórnarskránni í lok nóvember eða byrjun desember ef Alþingi nær að afgreiða tillögur stjórnarskrárnefndar fyrir þinglok í vor. Stjórnarskrárnefnd birti drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is í kvöld. Ekki náðist samkomulag um ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd árið 2013, eftir miklar deilur um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað frá sér tillögum til umsagnar fram til 8. mars en eftir það mun nefndin skila lokatillögum sínum. Það var eins og grágæsin, en eins og flestir vita eru elstu lög Íslands kölluð Grágás, fyndi á sér að breytingar væru í vændum á grunnlögum landsins þar sem hún vappaði fyrir utan stjórnaráðið í dag. Stjórnarskrárnefnd kom saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á tillögur sínar en þær verða til umsagnar næstu tæpu þrjár vikurnar.Meginefni frumvarpanna Drögin voru kynnt á vefnum stjórnarskra.is í kvöld. „Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá yrði að rjúfa þing um leið og Alþingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og boða til kosninga. Breytingarnar tækju síðan ekki gildi fyrr en nýtt þing hefði staðfest þær. Í lok síðasta kjörtímabils var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði sem gerir það kleift að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili án þessa að þing verði rofið. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segir nú tímabært að kynna stöðu vinnu stjórnarskrárnefndarinnar. Hann segir nefndina svo fara yfir þær umsagnir og athugasemdir sem berast og ganga frá lokatillögum til forsætisráðherra. „Síðan er það hinna pólitísku leiðtoga að ráða ráðum sínum hvort þeir vilji standa saman að flutningi frumvarpanna aá Alþingi.“Ef Alþingi nær að afgreiða þetta í vor, hvenær gætu Íslendingar þá í fyrsta lagi greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá?„Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í stjórnarskrá má halda slíka atkvæðagreiðslu á tímabilinu sex til níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis. Það gæti því verið í lok árs, ef þetta gengi eftir.“Nánar má kynna sér drögin hér.
Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30