Landstólpi og Landstólpar Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2016 13:22 Arnar Bjarni segir sig hafa orðið fyrir ítrekuðu ónæði og hreinlega skaða vegna nafnaruglings. Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira