Innlent

Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri.
Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. Fentanýl er sterkt lyfseðilsskylt verkjalyf, mjög öflugt morfínlyf. RÚV greinir frá.

Maðurinn hafði verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt ásamt fleiri vinum. Þar á meðal var félagi hans sem að missti meðvitund og leikur grunur á að það tengist einnig neyslu á fentanýl. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri.

Fentanýl hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið en töflur sem innihéldu fentanýl fundust meðal annars á dánarbeði tónlistarmannsins Prince sem lést í apríl síðastliðnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×