Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Kistuberar berjast við tárin í jarðarför fórnarlamba árásarinnar í Gaziantep. Nordicphotos/AFP Af þeim 54 sem féllu í sprengjuárásinni í Tyrklandi á laugardaginn voru 29 undir átján ára aldri. Þrettán voru kvenkyns og þá eru 66 enn á spítala. Þar af eru fjórtán í lífshættu. Þessu greindu lögregluyfirvöld í Tyrklandi frá í gær en á laugardag réðst árásarmaður á kúrdískt brúðkaup í borginni Gaziantep og sprengdi sig í loft upp. Þá greindi blaðamaður New York Times frá því að tvö fórnarlambanna hafi verið fjögurra ára, tvö sjö ára, tvö níu ára, eitt tíu ára og sex ellefu ára. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að árásarmaðurinn hafi verið barn á aldrinum tólf til fjórtán ára. Þá sagði Erdogan árásarmanninn hafa verið í slagtogi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Gaziantep er nærri landamærunum að Sýrlandi og vitað er að hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins halda þar til. Erdogan nýtti tækifærið og sagði engan mun á Íslamska ríkinu og fylgismönnum klerksins Fethullah Gulen, sem hann segir að hafi staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu í síðasta mánuði. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar í gær að það væri ekki víst. „Vísbendingar um árásarmanninn hafa ekki enn fundist,“ sagði Yildirim við blaðamenn. Þá sagði hann staðhæfingu Erdogans hafa verið ágiskun byggða á vitnisburði sjónarvotta. Niðurstöðu úr rannsókn á erfðaefni árásarmannsins er enn beðið. Þá er tveggja manna, sem saksóknarar segja að hafi sést skutla árásarmanninum á áfangastað, enn leitað. Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra sagði í gær að hreinsa þyrfti landamærin. „Við þurfum að dauðhreinsa landamærin af vígamönnum Íslamska ríkisins,“ sagði hann en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn, studdir af Tyrkjum, hygðust taka yfir landamæraborgina Jarablus sem er undir hæl Íslamska ríkisins. Emine Arhan, kona sem viðstödd var árásina, missti fjögur börn á laugardaginn. „Ef það hefði ekki verið fyrir mitt eina eftirlifandi barn væri ég búin að drepa mig,“ sagði Arhan í viðtali við tyrkneska dagblaðið Haberturk í gær. Brúðguminn og brúðurin lifðu árásina af en eru á spítala. Veli Can, vitni, sagði í samtali við BBC að veislunni hefði verið að ljúka þegar árásin varð. „Það var blóð og líkamshlutar úti um allt,“ sagði Can. Árásin er langt frá því að vera fyrsta stóra hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á árinu. Í júní féllu 45 í sprengjuárás á Atatürk-flugvelli í Istanbúl og tólf í skotárás í sömu borg. Þá dóu 37 í bílsprengju í Ankara í mars og 29 í skotárás þar í febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01 Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Af þeim 54 sem féllu í sprengjuárásinni í Tyrklandi á laugardaginn voru 29 undir átján ára aldri. Þrettán voru kvenkyns og þá eru 66 enn á spítala. Þar af eru fjórtán í lífshættu. Þessu greindu lögregluyfirvöld í Tyrklandi frá í gær en á laugardag réðst árásarmaður á kúrdískt brúðkaup í borginni Gaziantep og sprengdi sig í loft upp. Þá greindi blaðamaður New York Times frá því að tvö fórnarlambanna hafi verið fjögurra ára, tvö sjö ára, tvö níu ára, eitt tíu ára og sex ellefu ára. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að árásarmaðurinn hafi verið barn á aldrinum tólf til fjórtán ára. Þá sagði Erdogan árásarmanninn hafa verið í slagtogi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Gaziantep er nærri landamærunum að Sýrlandi og vitað er að hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins halda þar til. Erdogan nýtti tækifærið og sagði engan mun á Íslamska ríkinu og fylgismönnum klerksins Fethullah Gulen, sem hann segir að hafi staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu í síðasta mánuði. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar í gær að það væri ekki víst. „Vísbendingar um árásarmanninn hafa ekki enn fundist,“ sagði Yildirim við blaðamenn. Þá sagði hann staðhæfingu Erdogans hafa verið ágiskun byggða á vitnisburði sjónarvotta. Niðurstöðu úr rannsókn á erfðaefni árásarmannsins er enn beðið. Þá er tveggja manna, sem saksóknarar segja að hafi sést skutla árásarmanninum á áfangastað, enn leitað. Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra sagði í gær að hreinsa þyrfti landamærin. „Við þurfum að dauðhreinsa landamærin af vígamönnum Íslamska ríkisins,“ sagði hann en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn, studdir af Tyrkjum, hygðust taka yfir landamæraborgina Jarablus sem er undir hæl Íslamska ríkisins. Emine Arhan, kona sem viðstödd var árásina, missti fjögur börn á laugardaginn. „Ef það hefði ekki verið fyrir mitt eina eftirlifandi barn væri ég búin að drepa mig,“ sagði Arhan í viðtali við tyrkneska dagblaðið Haberturk í gær. Brúðguminn og brúðurin lifðu árásina af en eru á spítala. Veli Can, vitni, sagði í samtali við BBC að veislunni hefði verið að ljúka þegar árásin varð. „Það var blóð og líkamshlutar úti um allt,“ sagði Can. Árásin er langt frá því að vera fyrsta stóra hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á árinu. Í júní féllu 45 í sprengjuárás á Atatürk-flugvelli í Istanbúl og tólf í skotárás í sömu borg. Þá dóu 37 í bílsprengju í Ankara í mars og 29 í skotárás þar í febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01 Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01
Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06