Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Kistuberar berjast við tárin í jarðarför fórnarlamba árásarinnar í Gaziantep. Nordicphotos/AFP Af þeim 54 sem féllu í sprengjuárásinni í Tyrklandi á laugardaginn voru 29 undir átján ára aldri. Þrettán voru kvenkyns og þá eru 66 enn á spítala. Þar af eru fjórtán í lífshættu. Þessu greindu lögregluyfirvöld í Tyrklandi frá í gær en á laugardag réðst árásarmaður á kúrdískt brúðkaup í borginni Gaziantep og sprengdi sig í loft upp. Þá greindi blaðamaður New York Times frá því að tvö fórnarlambanna hafi verið fjögurra ára, tvö sjö ára, tvö níu ára, eitt tíu ára og sex ellefu ára. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að árásarmaðurinn hafi verið barn á aldrinum tólf til fjórtán ára. Þá sagði Erdogan árásarmanninn hafa verið í slagtogi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Gaziantep er nærri landamærunum að Sýrlandi og vitað er að hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins halda þar til. Erdogan nýtti tækifærið og sagði engan mun á Íslamska ríkinu og fylgismönnum klerksins Fethullah Gulen, sem hann segir að hafi staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu í síðasta mánuði. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar í gær að það væri ekki víst. „Vísbendingar um árásarmanninn hafa ekki enn fundist,“ sagði Yildirim við blaðamenn. Þá sagði hann staðhæfingu Erdogans hafa verið ágiskun byggða á vitnisburði sjónarvotta. Niðurstöðu úr rannsókn á erfðaefni árásarmannsins er enn beðið. Þá er tveggja manna, sem saksóknarar segja að hafi sést skutla árásarmanninum á áfangastað, enn leitað. Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra sagði í gær að hreinsa þyrfti landamærin. „Við þurfum að dauðhreinsa landamærin af vígamönnum Íslamska ríkisins,“ sagði hann en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn, studdir af Tyrkjum, hygðust taka yfir landamæraborgina Jarablus sem er undir hæl Íslamska ríkisins. Emine Arhan, kona sem viðstödd var árásina, missti fjögur börn á laugardaginn. „Ef það hefði ekki verið fyrir mitt eina eftirlifandi barn væri ég búin að drepa mig,“ sagði Arhan í viðtali við tyrkneska dagblaðið Haberturk í gær. Brúðguminn og brúðurin lifðu árásina af en eru á spítala. Veli Can, vitni, sagði í samtali við BBC að veislunni hefði verið að ljúka þegar árásin varð. „Það var blóð og líkamshlutar úti um allt,“ sagði Can. Árásin er langt frá því að vera fyrsta stóra hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á árinu. Í júní féllu 45 í sprengjuárás á Atatürk-flugvelli í Istanbúl og tólf í skotárás í sömu borg. Þá dóu 37 í bílsprengju í Ankara í mars og 29 í skotárás þar í febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01 Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Af þeim 54 sem féllu í sprengjuárásinni í Tyrklandi á laugardaginn voru 29 undir átján ára aldri. Þrettán voru kvenkyns og þá eru 66 enn á spítala. Þar af eru fjórtán í lífshættu. Þessu greindu lögregluyfirvöld í Tyrklandi frá í gær en á laugardag réðst árásarmaður á kúrdískt brúðkaup í borginni Gaziantep og sprengdi sig í loft upp. Þá greindi blaðamaður New York Times frá því að tvö fórnarlambanna hafi verið fjögurra ára, tvö sjö ára, tvö níu ára, eitt tíu ára og sex ellefu ára. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að árásarmaðurinn hafi verið barn á aldrinum tólf til fjórtán ára. Þá sagði Erdogan árásarmanninn hafa verið í slagtogi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Gaziantep er nærri landamærunum að Sýrlandi og vitað er að hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins halda þar til. Erdogan nýtti tækifærið og sagði engan mun á Íslamska ríkinu og fylgismönnum klerksins Fethullah Gulen, sem hann segir að hafi staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu í síðasta mánuði. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar í gær að það væri ekki víst. „Vísbendingar um árásarmanninn hafa ekki enn fundist,“ sagði Yildirim við blaðamenn. Þá sagði hann staðhæfingu Erdogans hafa verið ágiskun byggða á vitnisburði sjónarvotta. Niðurstöðu úr rannsókn á erfðaefni árásarmannsins er enn beðið. Þá er tveggja manna, sem saksóknarar segja að hafi sést skutla árásarmanninum á áfangastað, enn leitað. Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra sagði í gær að hreinsa þyrfti landamærin. „Við þurfum að dauðhreinsa landamærin af vígamönnum Íslamska ríkisins,“ sagði hann en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn, studdir af Tyrkjum, hygðust taka yfir landamæraborgina Jarablus sem er undir hæl Íslamska ríkisins. Emine Arhan, kona sem viðstödd var árásina, missti fjögur börn á laugardaginn. „Ef það hefði ekki verið fyrir mitt eina eftirlifandi barn væri ég búin að drepa mig,“ sagði Arhan í viðtali við tyrkneska dagblaðið Haberturk í gær. Brúðguminn og brúðurin lifðu árásina af en eru á spítala. Veli Can, vitni, sagði í samtali við BBC að veislunni hefði verið að ljúka þegar árásin varð. „Það var blóð og líkamshlutar úti um allt,“ sagði Can. Árásin er langt frá því að vera fyrsta stóra hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á árinu. Í júní féllu 45 í sprengjuárás á Atatürk-flugvelli í Istanbúl og tólf í skotárás í sömu borg. Þá dóu 37 í bílsprengju í Ankara í mars og 29 í skotárás þar í febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01 Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01
Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06