Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Birta Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 12:28 Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Mynd/Völundur Jónsson Landvernd telur að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd, en framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar. Vísir greindi frá málinu á sunnudag.Sjá einnig:Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Í tilkynningu frá Landsneti á sunnudag kom fram að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fyrir helgi fellt úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Eru þetta bráðabirgðaúrskurðir á meðan kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna eru til meðferðar. Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets vill Landvernd ítreka fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Telur Landvernd að skoða þurfi „bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða á þessum svæðum vegna náttúruverndarsjónarmiða.“ Segir í tilkynningu Landverndar að núverandi umhverfismat sé úrelt og að „aðeins með nýju umhverfismati fáist raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum.“ Landvernd hafnar því að að reist verði loftlína sem flutt geti tífalda raforkuþörf kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Telja forsvarsmenn Landverndar hugsanlegar stækkanir verksmiðjunnar þegar fram líða stundir ekki réttlæta svo stóra línu, þegar minni lína dugi, líkt og kemur fram í útreikningum Landsnets. „Ekki þætti það góður búmaður sem reisir fjós fyrir tífalt fleiri kýr en hann hyggst ala, jafnvel þó svo að hann hyggist fjölga þeim um helming í nánustu framtíð. Landvernd hafnar því að Landsnet hafi sjálfdæmi um ákvarðanir sem þessar. Almenningi þarf að hleypa að málum og það verður best gert með nýju umhverfismati.“ Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Landvernd telur að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd, en framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar. Vísir greindi frá málinu á sunnudag.Sjá einnig:Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Í tilkynningu frá Landsneti á sunnudag kom fram að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fyrir helgi fellt úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Eru þetta bráðabirgðaúrskurðir á meðan kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna eru til meðferðar. Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets vill Landvernd ítreka fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Telur Landvernd að skoða þurfi „bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða á þessum svæðum vegna náttúruverndarsjónarmiða.“ Segir í tilkynningu Landverndar að núverandi umhverfismat sé úrelt og að „aðeins með nýju umhverfismati fáist raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum.“ Landvernd hafnar því að að reist verði loftlína sem flutt geti tífalda raforkuþörf kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Telja forsvarsmenn Landverndar hugsanlegar stækkanir verksmiðjunnar þegar fram líða stundir ekki réttlæta svo stóra línu, þegar minni lína dugi, líkt og kemur fram í útreikningum Landsnets. „Ekki þætti það góður búmaður sem reisir fjós fyrir tífalt fleiri kýr en hann hyggst ala, jafnvel þó svo að hann hyggist fjölga þeim um helming í nánustu framtíð. Landvernd hafnar því að Landsnet hafi sjálfdæmi um ákvarðanir sem þessar. Almenningi þarf að hleypa að málum og það verður best gert með nýju umhverfismati.“
Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31