Laun á Íslandi hækkað tvöfalt meira en á Norðurlöndum sæunn gísladóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. „Ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, þá er árshækkunin tvöfalt hærri, og afleiðingin er sú að við búum við viðvarandi talsvert hærra verðbólgustig en gengur og gerist þar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýja skýrslu sem sýnir að laun hækkuðu um 6,7 prósent að jafnaði á ári frá 2006 til 2015. Skýrslan sýnir að launaþróunin var hnífjöfn á tímabilinu; laun hækkuðu um 79,6 prósent á almennum vinnumarkaði, um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla. „Þetta sýnir hversu miklar launahækkanir hafa verið og fást ekki staðist til lengra tíma litið, það hefur aldrei gert það í sögulegu samhengi hjá okkur fyrr og engin ástæða er til að ætla að það muni gerast núna heldur,“ segir hann. Þorsteinn segir að það að launaþróunin hafi verið jöfn milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera ætti að stuðla að friði á vinnumarkaði fram á veginn. „Það er þá engin bráðnauðsynleg þörf fyrir einhverjar leiðréttingar innan hópa. Við erum með þennan grundvöll til að byggja á fyrir Salek-samkomulagið; að geta horft til launahækkana í takti við nágrannalöndin okkar sem ættu að geta stuðlað að mun lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi en við höfum þurft að venjast.“ Þorsteinn segir gengisstyrkingu krónu, hagstæðari viðskiptakjör og annað hafa hjálpað okkur að takast á við þessar miklu launahækkanir undanfarin árin. „Verðbólga síðustu tvö ár hefur verið minni en átti að vera. Það ætti enn frekar að hjálpa okkur að koma þessum málum fyrir þannig að við getum með sama hætti og nágrannalönd okkar búið yfir öflugri kaupmáttaraukningu, en á grundvelli lægri nafnlaunahækkana og lægri verðbólgu á ári en við höfum þurft að venjast,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Tengdar fréttir Laun hækkuðu um 80% á áratug Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. 14. júlí 2016 14:48 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
„Ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, þá er árshækkunin tvöfalt hærri, og afleiðingin er sú að við búum við viðvarandi talsvert hærra verðbólgustig en gengur og gerist þar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýja skýrslu sem sýnir að laun hækkuðu um 6,7 prósent að jafnaði á ári frá 2006 til 2015. Skýrslan sýnir að launaþróunin var hnífjöfn á tímabilinu; laun hækkuðu um 79,6 prósent á almennum vinnumarkaði, um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla. „Þetta sýnir hversu miklar launahækkanir hafa verið og fást ekki staðist til lengra tíma litið, það hefur aldrei gert það í sögulegu samhengi hjá okkur fyrr og engin ástæða er til að ætla að það muni gerast núna heldur,“ segir hann. Þorsteinn segir að það að launaþróunin hafi verið jöfn milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera ætti að stuðla að friði á vinnumarkaði fram á veginn. „Það er þá engin bráðnauðsynleg þörf fyrir einhverjar leiðréttingar innan hópa. Við erum með þennan grundvöll til að byggja á fyrir Salek-samkomulagið; að geta horft til launahækkana í takti við nágrannalöndin okkar sem ættu að geta stuðlað að mun lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi en við höfum þurft að venjast.“ Þorsteinn segir gengisstyrkingu krónu, hagstæðari viðskiptakjör og annað hafa hjálpað okkur að takast á við þessar miklu launahækkanir undanfarin árin. „Verðbólga síðustu tvö ár hefur verið minni en átti að vera. Það ætti enn frekar að hjálpa okkur að koma þessum málum fyrir þannig að við getum með sama hætti og nágrannalönd okkar búið yfir öflugri kaupmáttaraukningu, en á grundvelli lægri nafnlaunahækkana og lægri verðbólgu á ári en við höfum þurft að venjast,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Tengdar fréttir Laun hækkuðu um 80% á áratug Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. 14. júlí 2016 14:48 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Laun hækkuðu um 80% á áratug Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. 14. júlí 2016 14:48