Vafasamt fæðubótarefni fannst í klefa Frakka á EM: "Þetta er lyfjamisnotkun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 11:00 vísir/getty/bild Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira