Tölvupóstar Clinton enn til trafala Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton á fjáröflunarfundi í New York í fyrradag. Gestir borguðu allt upp í tólf milljónir króna til að vera viðstaddir atburðinn. Nordicphotos/AFP Fyrir rúmri viku steig James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) inn á blaðamannafund og tilkynnti að FBI mælti ekki með því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Loretta Lynch, ákærði Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, fyrir meðhöndlun sína á ríkisleyndarmálum. Lynch hefur sagst ætla að fara eftir tilmælum FBI. Fyrrgreind meðhöndlun snýr að því að í þau fjögur ár sem Clinton gegndi embætti utanríkisráðherra, frá 2009 til 2013, notaði hún ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang. Það póstfang var hýst á einkavefþjóni Clinton. The New York Times upplýsti um málið í mars í fyrra og í kjölfarið krafðist utanríkisráðuneytið þess að Clinton léti alla þá tölvupósta sem bárust henni á einkapóstfangið af hendi. Fór svo að Clinton skilaði inn þeim 30.490 póstum sem hún taldi vinnutengda og sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. Í kjölfarið var vefþjónninn hreinsaður. FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. Seinna fann FBI þó nokkur þúsund tölvupósta sem ekki hafði verið skilað inn. Þrír þeirra innihéldu leynilegar upplýsingar sem vörðuðu þjóðaröryggi.Álit almennings á málinu samkvæmt könnun NBCAlmenningur ósammála FBI Þrátt fyrir að mæla ekki með ákæru sagði Comey að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi og setti spurningarmerki við dómgreind hennar þar sem erlendar ríkisstjórnir hefðu átt mun auðveldara með að komast yfir leyniskjöl sem vistuð voru á einkapóstfanginu heldur en ef hún hefði stuðst við hinn hefðbundna vefþjón. „Manneskja í hennar stöðu hefði átt að vita að þetta var rangt,“ sagði Comey. Hann sagði þó að ekki væri hægt að sanna að Clinton hefði viljandi stefnt þjóðaröryggi í hættu og því ætti ekki að ákæra. Ný könnun NBC bendir til þess að almenningur í Bandaríkjunum sé ekki sammála áliti FBI. Aðspurð um álitið sögðust 56 prósent aðspurðra vera ósammála en 41 prósent sammála. Á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við Clinton voru tuttugu prósent ósammála en stuðningsmenn Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, voru nær allir ósammála, eða 93 prósent. Þá sagði meirihluti Bandaríkjamanna atferlið óviðunandi.Ekki hólpin enn Þingmenn repúblikana í fulltrúadeildinni hafa þó ekki gefist upp. Í fyrradag kröfðust formaður eftirlitsnefndar þingsins, Jason Chaffetz, og formaður dómsmálanefndar þingsins, Bob Goodlatte, þess af dómsmálaráðherranum að fram færi rannsókn á því hvort Clinton hefði sagt ósatt, eiðsvarin, þegar hún gaf þinginu vitnisburð sinn um málið. „Sönnunargögn sem FBI hefur safnað í rannsókn sinni á notkun Clinton á einkapóstfangi virðast ganga í berhögg við nokkra þætti eiðsvarins framburðar hennar,“ segir í bréfi þeirra. Samflokksmenn gefa þó lítið fyrir kröfu repúblikana og sagði þingmaðurinn Elijah Cummings að repúblikanar væru að sóa skattfé í örvæntingarfullri tilraun til að minnka forskot Clinton í skoðanakönnunum.Bernie Sanders, þingmaður.Nordicphotos/AFPEin stór skoðanakönnun hefur verið birt á landsvísu í kjölfar yfirlýsingarinnar og kemur hún frá Rasmussen Reports. Þar mælist Trump með 42 prósenta fylgi en Clinton 40 prósenta. Þó er Clinton með 45 prósent og Trump 41 prósent í meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Ein staðhæfinga Comey úr tilkynningu hans varð vatn á myllu andstæðinga Clinton sem sögðu Comey ekki þora að ákæra Clinton vegna stöðu hennar. „Við erum ekki að segja að einstaklingur í svipaðri aðstöðu sem staðinn væri að sams konar athæfi myndi ekki þurfa að taka afleiðingunum. Þvert á móti sæta slíkir einstaklingar oft einhvers konar refsingum. Við höfum hins vegar ekki komist að þeirri niðurstöðu núna,“ sagði Comey. Þá hafa repúblikanar gagnrýnt að sést hafi til Bills Clinton, eiginmanns Hillary og fyrrverandi forseta, ganga um borð í flugvél Lynch dómsmálaráðherra og að hann hafi átt með henni fund. Lynch hefur hins vegar sagt þau ekki hafa rætt neitt er tengdist stjórnmálum. Aðeins átt vinalegt spjall.James Comey, yfirmaður FBI.Nordicphotos/AFPMikilvægur stuðningur Sanders Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður var sá sem komst næst því að hreppa útnefningu demókrata en laut í lægra haldi fyrir Clinton. Þau elduðu grátt silfur í kosningabaráttunni og hefur Sanders meðal annars sagt Clinton í vasa fjármálafyrirtækja sem og sagt hana vanhæfa til að gegna embætti forseta. Þau ummæli dró hann þó til baka. Því var Clinton hæstánægð í fyrradag þegar þau komu fram saman á kosningafundi þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við framboð hennar. „Ég mun gera hvað sem í valdi mínu stendur til að tryggja að hún verði kjörin,“ sagði Sanders. Sanders lét eftirminnileg ummæli um tölvupósta Clinton falla í fyrstu kappræðum demókrata síðasta haust. „Öllum er sama um fjandans tölvupóstana þína!“ Þó sagði hann þá grafalvarlegt vandamál þegar leið á kosningabaráttuna. Stuðningurinn er mikilvægur fyrir Clinton en könnun NBC sem gerð var fyrir yfirlýsinguna benti til þess að 63 prósent stuðningsmanna Sanders gætu hugsað sér að kjósa Clinton en tíu prósent myndu skipta yfir til Trump. Þá vonast hún eflaust til þess að aukinn stuðningur hjálpi sér að sigra Trump en í könnun Quinnipiac-háskólans sem birtist í gær má sjá að Trump hefur náð að vinna upp forskot Clinton í baráttufylkinu Ohio og náð forskoti á hana í baráttufylkjunum Flórída og Pennsylvaníu þar sem Clinton leiddi í lok júní.Lögin sem Clinton er sökuð um að hafa brotið vegna einkapóstfangsins:Andstæðingar Clinton hafa bent á þrenn lög sem Clinton á að hafa brotið með notkun sinni á einkapóstfanginu. Fréttastofa Independent Journal tók þau saman og útskýrði.Lög um meðhöndlun leyniskjala Alríkislög kveða á um að ólöglegt sé að senda leyniskjöl á óörugga einkapóstþjóna. Blaðamaður Daily Caller segir Clinton hafa brotið þau lög með því að styðjast við einkavefþjón í stað vefþjóns hins opinbera. Bendir Daily Caller á að John Deutch, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hafi verið vikið úr starfi fyrir að nota einkapóstfang sitt til að senda leyniskjöl.Lög um skjalavörslu Lög um skjalavörslu frá árinu 2009 kveða á um að alríkisstofnanir skuli tryggja að öll skjöl, meðal annars tölvupóstur, séu sett á þjóðskjalasafn. Tölvupóstur Clinton, sem The New York Times segir falla undir þessi lög, var ekki sendur til utanríkisráðuneytisins fyrr en eftir að hún lét af starfi eftir að þess var sérstaklega krafist af henni í kjölfar uppljóstrunar The New York Times.Lög um upplýsingafrelsi Samtökin Veterans for a Strong America hafa kært utanríkisráðuneytið fyrir brot á lögum um upplýsingafrelsi. Í viðtali við Washington Examiner sagði forsvarsmaður samtakanna, Joel Arends, samtökin hafa beðið um afrit af tölvupósti Clinton sem tengdust hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjanna í Líbýu. Sagði Arends að samtökin ættu rétt á þeim upplýsingum á grundvelli fyrrnefndra laga um upplýsingafrelsi en hefðu ekki fengið þann aðgang.Lög um meinsæri Þingmenn repúblikana hafa sagt að Clinton hafi framið meinsæri í vitnisburði sínum um málið þegar hún mætti fyrir rannsóknarnefnd þingsins um málið. Sögðu þeir þá ályktun byggja á misræmi í vitnisburði hennar og því sem James Comey, yfirmaður FBI, sagði um málið. Ólöglegt er í Bandaríkjunum að ljúga ef maður er eiðbundinn til að segja sannleikann líkt og Clinton var er hún gaf vitnisburð sinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FBI telur ekki rétt að ákæra Hillary Clinton vegna tölvupóstanna Dómsmálaráðuneytið tekur endanlega ákvörðun um saksókn. 5. júlí 2016 16:33 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Hillary Clinton hvorki laug né braut lög Yfirmaður FBI segir það liggja fyrir. 7. júlí 2016 15:07 Þrír fjórðu telja Hillary Clinton óheiðarlega 29. júní 2016 07:00 Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Bandaríska alríkislögreglan hefur lokið rannsókn sinni á 30 þúsund tölvupóstum Hillary Clinton. Í sumum þeirra var að finna viðkvæm ríkisleyndarmál og önnur trúnaðarmál. Lögreglan telur hugsanlegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í póstana. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrir rúmri viku steig James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) inn á blaðamannafund og tilkynnti að FBI mælti ekki með því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Loretta Lynch, ákærði Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, fyrir meðhöndlun sína á ríkisleyndarmálum. Lynch hefur sagst ætla að fara eftir tilmælum FBI. Fyrrgreind meðhöndlun snýr að því að í þau fjögur ár sem Clinton gegndi embætti utanríkisráðherra, frá 2009 til 2013, notaði hún ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang. Það póstfang var hýst á einkavefþjóni Clinton. The New York Times upplýsti um málið í mars í fyrra og í kjölfarið krafðist utanríkisráðuneytið þess að Clinton léti alla þá tölvupósta sem bárust henni á einkapóstfangið af hendi. Fór svo að Clinton skilaði inn þeim 30.490 póstum sem hún taldi vinnutengda og sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. Í kjölfarið var vefþjónninn hreinsaður. FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. Seinna fann FBI þó nokkur þúsund tölvupósta sem ekki hafði verið skilað inn. Þrír þeirra innihéldu leynilegar upplýsingar sem vörðuðu þjóðaröryggi.Álit almennings á málinu samkvæmt könnun NBCAlmenningur ósammála FBI Þrátt fyrir að mæla ekki með ákæru sagði Comey að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi og setti spurningarmerki við dómgreind hennar þar sem erlendar ríkisstjórnir hefðu átt mun auðveldara með að komast yfir leyniskjöl sem vistuð voru á einkapóstfanginu heldur en ef hún hefði stuðst við hinn hefðbundna vefþjón. „Manneskja í hennar stöðu hefði átt að vita að þetta var rangt,“ sagði Comey. Hann sagði þó að ekki væri hægt að sanna að Clinton hefði viljandi stefnt þjóðaröryggi í hættu og því ætti ekki að ákæra. Ný könnun NBC bendir til þess að almenningur í Bandaríkjunum sé ekki sammála áliti FBI. Aðspurð um álitið sögðust 56 prósent aðspurðra vera ósammála en 41 prósent sammála. Á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við Clinton voru tuttugu prósent ósammála en stuðningsmenn Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, voru nær allir ósammála, eða 93 prósent. Þá sagði meirihluti Bandaríkjamanna atferlið óviðunandi.Ekki hólpin enn Þingmenn repúblikana í fulltrúadeildinni hafa þó ekki gefist upp. Í fyrradag kröfðust formaður eftirlitsnefndar þingsins, Jason Chaffetz, og formaður dómsmálanefndar þingsins, Bob Goodlatte, þess af dómsmálaráðherranum að fram færi rannsókn á því hvort Clinton hefði sagt ósatt, eiðsvarin, þegar hún gaf þinginu vitnisburð sinn um málið. „Sönnunargögn sem FBI hefur safnað í rannsókn sinni á notkun Clinton á einkapóstfangi virðast ganga í berhögg við nokkra þætti eiðsvarins framburðar hennar,“ segir í bréfi þeirra. Samflokksmenn gefa þó lítið fyrir kröfu repúblikana og sagði þingmaðurinn Elijah Cummings að repúblikanar væru að sóa skattfé í örvæntingarfullri tilraun til að minnka forskot Clinton í skoðanakönnunum.Bernie Sanders, þingmaður.Nordicphotos/AFPEin stór skoðanakönnun hefur verið birt á landsvísu í kjölfar yfirlýsingarinnar og kemur hún frá Rasmussen Reports. Þar mælist Trump með 42 prósenta fylgi en Clinton 40 prósenta. Þó er Clinton með 45 prósent og Trump 41 prósent í meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Ein staðhæfinga Comey úr tilkynningu hans varð vatn á myllu andstæðinga Clinton sem sögðu Comey ekki þora að ákæra Clinton vegna stöðu hennar. „Við erum ekki að segja að einstaklingur í svipaðri aðstöðu sem staðinn væri að sams konar athæfi myndi ekki þurfa að taka afleiðingunum. Þvert á móti sæta slíkir einstaklingar oft einhvers konar refsingum. Við höfum hins vegar ekki komist að þeirri niðurstöðu núna,“ sagði Comey. Þá hafa repúblikanar gagnrýnt að sést hafi til Bills Clinton, eiginmanns Hillary og fyrrverandi forseta, ganga um borð í flugvél Lynch dómsmálaráðherra og að hann hafi átt með henni fund. Lynch hefur hins vegar sagt þau ekki hafa rætt neitt er tengdist stjórnmálum. Aðeins átt vinalegt spjall.James Comey, yfirmaður FBI.Nordicphotos/AFPMikilvægur stuðningur Sanders Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður var sá sem komst næst því að hreppa útnefningu demókrata en laut í lægra haldi fyrir Clinton. Þau elduðu grátt silfur í kosningabaráttunni og hefur Sanders meðal annars sagt Clinton í vasa fjármálafyrirtækja sem og sagt hana vanhæfa til að gegna embætti forseta. Þau ummæli dró hann þó til baka. Því var Clinton hæstánægð í fyrradag þegar þau komu fram saman á kosningafundi þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við framboð hennar. „Ég mun gera hvað sem í valdi mínu stendur til að tryggja að hún verði kjörin,“ sagði Sanders. Sanders lét eftirminnileg ummæli um tölvupósta Clinton falla í fyrstu kappræðum demókrata síðasta haust. „Öllum er sama um fjandans tölvupóstana þína!“ Þó sagði hann þá grafalvarlegt vandamál þegar leið á kosningabaráttuna. Stuðningurinn er mikilvægur fyrir Clinton en könnun NBC sem gerð var fyrir yfirlýsinguna benti til þess að 63 prósent stuðningsmanna Sanders gætu hugsað sér að kjósa Clinton en tíu prósent myndu skipta yfir til Trump. Þá vonast hún eflaust til þess að aukinn stuðningur hjálpi sér að sigra Trump en í könnun Quinnipiac-háskólans sem birtist í gær má sjá að Trump hefur náð að vinna upp forskot Clinton í baráttufylkinu Ohio og náð forskoti á hana í baráttufylkjunum Flórída og Pennsylvaníu þar sem Clinton leiddi í lok júní.Lögin sem Clinton er sökuð um að hafa brotið vegna einkapóstfangsins:Andstæðingar Clinton hafa bent á þrenn lög sem Clinton á að hafa brotið með notkun sinni á einkapóstfanginu. Fréttastofa Independent Journal tók þau saman og útskýrði.Lög um meðhöndlun leyniskjala Alríkislög kveða á um að ólöglegt sé að senda leyniskjöl á óörugga einkapóstþjóna. Blaðamaður Daily Caller segir Clinton hafa brotið þau lög með því að styðjast við einkavefþjón í stað vefþjóns hins opinbera. Bendir Daily Caller á að John Deutch, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hafi verið vikið úr starfi fyrir að nota einkapóstfang sitt til að senda leyniskjöl.Lög um skjalavörslu Lög um skjalavörslu frá árinu 2009 kveða á um að alríkisstofnanir skuli tryggja að öll skjöl, meðal annars tölvupóstur, séu sett á þjóðskjalasafn. Tölvupóstur Clinton, sem The New York Times segir falla undir þessi lög, var ekki sendur til utanríkisráðuneytisins fyrr en eftir að hún lét af starfi eftir að þess var sérstaklega krafist af henni í kjölfar uppljóstrunar The New York Times.Lög um upplýsingafrelsi Samtökin Veterans for a Strong America hafa kært utanríkisráðuneytið fyrir brot á lögum um upplýsingafrelsi. Í viðtali við Washington Examiner sagði forsvarsmaður samtakanna, Joel Arends, samtökin hafa beðið um afrit af tölvupósti Clinton sem tengdust hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjanna í Líbýu. Sagði Arends að samtökin ættu rétt á þeim upplýsingum á grundvelli fyrrnefndra laga um upplýsingafrelsi en hefðu ekki fengið þann aðgang.Lög um meinsæri Þingmenn repúblikana hafa sagt að Clinton hafi framið meinsæri í vitnisburði sínum um málið þegar hún mætti fyrir rannsóknarnefnd þingsins um málið. Sögðu þeir þá ályktun byggja á misræmi í vitnisburði hennar og því sem James Comey, yfirmaður FBI, sagði um málið. Ólöglegt er í Bandaríkjunum að ljúga ef maður er eiðbundinn til að segja sannleikann líkt og Clinton var er hún gaf vitnisburð sinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FBI telur ekki rétt að ákæra Hillary Clinton vegna tölvupóstanna Dómsmálaráðuneytið tekur endanlega ákvörðun um saksókn. 5. júlí 2016 16:33 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Hillary Clinton hvorki laug né braut lög Yfirmaður FBI segir það liggja fyrir. 7. júlí 2016 15:07 Þrír fjórðu telja Hillary Clinton óheiðarlega 29. júní 2016 07:00 Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Bandaríska alríkislögreglan hefur lokið rannsókn sinni á 30 þúsund tölvupóstum Hillary Clinton. Í sumum þeirra var að finna viðkvæm ríkisleyndarmál og önnur trúnaðarmál. Lögreglan telur hugsanlegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í póstana. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
FBI telur ekki rétt að ákæra Hillary Clinton vegna tölvupóstanna Dómsmálaráðuneytið tekur endanlega ákvörðun um saksókn. 5. júlí 2016 16:33
Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00
Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Bandaríska alríkislögreglan hefur lokið rannsókn sinni á 30 þúsund tölvupóstum Hillary Clinton. Í sumum þeirra var að finna viðkvæm ríkisleyndarmál og önnur trúnaðarmál. Lögreglan telur hugsanlegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í póstana. 6. júlí 2016 07:00