Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 21:45 Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. Dæmin sýni að slíkum aðgerðum fylgi valdatilfærsla frá heimafólki í héraði til stofnana í Reykjavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, Dagbjörtu Jónsdóttur. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er tekið sem dæmi um víti til varnaðar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi, um að ákvarðanir skyldu teknar heima í viðkomandi héruðum, eru aðalskrifstofa og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs nú staðsett á Klapparstíg í Reykjavík. Nýtt frumvarp um þjóðgarðinn er í umsögnum gagnrýnt fyrir að boða enn frekari valdatilfærslu og miðstýringu. Í Vestmannaeyjum er sumum brugðið vegna valdaframsals til Umhverfisstofnunar sem friðlýsing úteyja er talin valda. „Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum,“ segir formaður Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja í grein í Eyjafréttum. Þingeyjarsveit er eitt landmesta sveitarfélag Íslands og er um þriðjungur þess nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það eru ákveðin lög sem gilda um Vatnajökulsþjóðgarð og um friðlýstu svæðin eru náttúrlega ákveðnar hömlur. Og þó að sveitarfélagið hafi skipulagsvaldið þá er þetta að einhverju leyti skerðing á völdum,“ segir Dagbjört. Tillögu um að gera hálendið allt að þjóðgarði er mætt með tortryggni. Enn stærri hluti Þingeyjarsveitar félli þá undir þjóðgarð. „Þegar þetta er orðinn þjóðgarður þá eru allar framkvæmdir auðvitað flóknari. Það er ekkert eins og það sé alltaf slæmt. Auðvitað þarf að vanda til verka og hugsa sig vel um þegar á að fara að framkvæma eitthvað. En það er alveg klárt að valdið fer að einhverju leyti frá sveitarfélögunum,“ segir sveitarstjórinn.Jökulsárlón. Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru í 101 Reykjavík.Vísir/Pjetur.Andstaðan virðist mest meðal landeigenda, sem óttast að það sem áður var leyft verði bannað með verndarlögum. „Við vinnum náttúrlega samkvæmt skipulagslögum. Svo verða þarna árekstrar,“ segir Dagbjört. Hún segir ákveðna óvissu um hvað felst í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs. „Kannski vantar bara meira svolítið þetta samtal milli heimamanna, sveitarstjórna og ríkisvaldsins,“ segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Tengdar fréttir Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Breyting á valdheimildum framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvarða er meðal þess sem umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs gerir athugasemdir við í frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. 18. maí 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. 29. september 2011 20:45 Stærsti þjóðgarður Evrópu formlega stofnaður í dag Vatnajökulsþjóðgarður sem verður formlega stofnaður í dag. Hann verður stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir tólf þúsund ferkílómetra svæði. 7. júní 2008 09:51 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. Dæmin sýni að slíkum aðgerðum fylgi valdatilfærsla frá heimafólki í héraði til stofnana í Reykjavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, Dagbjörtu Jónsdóttur. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er tekið sem dæmi um víti til varnaðar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi, um að ákvarðanir skyldu teknar heima í viðkomandi héruðum, eru aðalskrifstofa og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs nú staðsett á Klapparstíg í Reykjavík. Nýtt frumvarp um þjóðgarðinn er í umsögnum gagnrýnt fyrir að boða enn frekari valdatilfærslu og miðstýringu. Í Vestmannaeyjum er sumum brugðið vegna valdaframsals til Umhverfisstofnunar sem friðlýsing úteyja er talin valda. „Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum,“ segir formaður Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja í grein í Eyjafréttum. Þingeyjarsveit er eitt landmesta sveitarfélag Íslands og er um þriðjungur þess nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það eru ákveðin lög sem gilda um Vatnajökulsþjóðgarð og um friðlýstu svæðin eru náttúrlega ákveðnar hömlur. Og þó að sveitarfélagið hafi skipulagsvaldið þá er þetta að einhverju leyti skerðing á völdum,“ segir Dagbjört. Tillögu um að gera hálendið allt að þjóðgarði er mætt með tortryggni. Enn stærri hluti Þingeyjarsveitar félli þá undir þjóðgarð. „Þegar þetta er orðinn þjóðgarður þá eru allar framkvæmdir auðvitað flóknari. Það er ekkert eins og það sé alltaf slæmt. Auðvitað þarf að vanda til verka og hugsa sig vel um þegar á að fara að framkvæma eitthvað. En það er alveg klárt að valdið fer að einhverju leyti frá sveitarfélögunum,“ segir sveitarstjórinn.Jökulsárlón. Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru í 101 Reykjavík.Vísir/Pjetur.Andstaðan virðist mest meðal landeigenda, sem óttast að það sem áður var leyft verði bannað með verndarlögum. „Við vinnum náttúrlega samkvæmt skipulagslögum. Svo verða þarna árekstrar,“ segir Dagbjört. Hún segir ákveðna óvissu um hvað felst í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs. „Kannski vantar bara meira svolítið þetta samtal milli heimamanna, sveitarstjórna og ríkisvaldsins,“ segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Tengdar fréttir Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Breyting á valdheimildum framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvarða er meðal þess sem umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs gerir athugasemdir við í frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. 18. maí 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. 29. september 2011 20:45 Stærsti þjóðgarður Evrópu formlega stofnaður í dag Vatnajökulsþjóðgarður sem verður formlega stofnaður í dag. Hann verður stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir tólf þúsund ferkílómetra svæði. 7. júní 2008 09:51 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Breyting á valdheimildum framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvarða er meðal þess sem umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs gerir athugasemdir við í frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. 18. maí 2016 07:00
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. 29. september 2011 20:45
Stærsti þjóðgarður Evrópu formlega stofnaður í dag Vatnajökulsþjóðgarður sem verður formlega stofnaður í dag. Hann verður stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir tólf þúsund ferkílómetra svæði. 7. júní 2008 09:51
Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30