Enski boltinn

Liverpool selur tvo leikmenn fyrir rúmar 20 milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Liverpool seldi í dag tvo leikmenn fyrir samtals rúmar 20 milljónir punda. Þetta eru þeir Martin Skrtel og Jordon Ibe sem voru ekki í framtíðaráætlunum knattspyrnustjórans Jürgens Klopp.

Skrtel fór til Fenerbache en talið er að tyrkneska félagið hafi greitt Liverpool 5,1 milljón punda fyrir miðvörðinn.

Slóvakinn var átta ár í herbúðum Liverpool og lék alls 319 leiki fyrir félagið og skoraði 18 mörk. Skrtel varð deildarbikarmeistari með Liverpool tímabilið 2011-12.

Hinn tvítugi Ibe fór til Bournemouth fyrir 15,3 milljónir punda.

Ibe kom til Liverpool frá Wycome Wanderers 2012 en kantmaðurinn lék 58 leiki fyrir Rauða herinn og skoraði fjögur mörk.

Ibe skrifaði undir fjögurra ára samning við Bournemouth sem endaði í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×