Lífið

Listamenn mótmæla kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Margir af þekktustu listamönnum Bandaríkjana hafa sameinast til þess að vekja athygli á misrétti frá lögreglu gagnvart blökkufólki í Bandaríkjunum.
Margir af þekktustu listamönnum Bandaríkjana hafa sameinast til þess að vekja athygli á misrétti frá lögreglu gagnvart blökkufólki í Bandaríkjunum. Vísir/Wearehere
Beyoncé, Rihanna, Pharrell Williams og Alicia Keys eru á meðal 23 bandarískra stjarna sem taka þátt í myndbandi þar sem taldar eru upp ástæður þess að lögregla skaut 23 svarta einstaklinga til bana í landinu. Með því mótmæla þau aðgerðaleysi stjórnvalda til þess að taka á því hversu margir saklausir blökkumenn eru skotnir til bana af lögreglu í landinu.

Listamennirnir krefjast þess að vitundarvakning verði um málið í Bandaríkjunum og biðla til Barack Obama forseta til þess að leggja sitt af mörkum.

Það eru samtökin We Are Here sem standa að gerð myndbandsins en það er í eigu söngkonunnar Alicu Keys. Titill myndbandsins er einfaldlega „23 leiðir til þess að vera drepinn ef þú ert svartur í Bandaríkjunum“. Myndbandið er afar áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×