Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Höskuldur Kári Schram skrifar 14. júlí 2016 18:45 Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. Kjararáð hefur þrisvar á síðustu sjö mánuðum hækkað laun embættismanna um tugi prósenta. Í desember hækkuðu laun dómarar um allt að 48 prósent. Í síðasta mánuði voru laun ráðuneytis- og skrifstofustjóra hækkuð um að allt 35 prósent og nú síðast ákvað ráðið að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana og embættismanna um allt að helming. Um er að ræða muni meiri hækkanir en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta grafa undan Salek samstarfinu svokallaða um stöðugleika á launamarkaði. „Mér finnst þetta nánast vera einn af nokkrum nöglum í líkkistu Saleks sem við höfum verið að sjá á undanförnum mánuðum,“ sagði Árni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tekur í sama streng og segir að ákvarðanir kjararáðs sé engu samræmi við Salek. „Þannig að við munum bara meta þetta og það eru endurskoðunarákvæði hjá okkur í febrúar. Og ef að samninganefnd Alþýðusambandsins kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé á skjön sem að blasir eiginlega við þá mun þetta hafa áhrif á alla aðra kjarasamninga í landinu,“ segir Gylfi. Hann segir að ríkisstjórnin og Alþingi verði að bregðast við þessu til að skapa sátt á vinnumarkaði. „Ætlar ríkisstjórnin að láta þessa atburðarás fara svona fram eins og blasir við eða ætlar hún að grípa eitthvað inn í þetta? Alþingi taldi mikilvægt að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra og kom sérstaklega saman í sumarleyfinu til að bregðast við því. Ég spyr bara er þá ekki ástæða til að Alþingi íhugi þetta? Ef ekki þá verðum við bara að meta stöðuna í febrúar. Ég vil ekkert kveða upp úr með það. Það er ekki mitt að gera það einn. En ég get bara bent á að það blasir við að þetta er ekki í neinu samræmi við það sem við erum að gera á vinnumarkaðinum,“ segir Gylfi. Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. Kjararáð hefur þrisvar á síðustu sjö mánuðum hækkað laun embættismanna um tugi prósenta. Í desember hækkuðu laun dómarar um allt að 48 prósent. Í síðasta mánuði voru laun ráðuneytis- og skrifstofustjóra hækkuð um að allt 35 prósent og nú síðast ákvað ráðið að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana og embættismanna um allt að helming. Um er að ræða muni meiri hækkanir en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta grafa undan Salek samstarfinu svokallaða um stöðugleika á launamarkaði. „Mér finnst þetta nánast vera einn af nokkrum nöglum í líkkistu Saleks sem við höfum verið að sjá á undanförnum mánuðum,“ sagði Árni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tekur í sama streng og segir að ákvarðanir kjararáðs sé engu samræmi við Salek. „Þannig að við munum bara meta þetta og það eru endurskoðunarákvæði hjá okkur í febrúar. Og ef að samninganefnd Alþýðusambandsins kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé á skjön sem að blasir eiginlega við þá mun þetta hafa áhrif á alla aðra kjarasamninga í landinu,“ segir Gylfi. Hann segir að ríkisstjórnin og Alþingi verði að bregðast við þessu til að skapa sátt á vinnumarkaði. „Ætlar ríkisstjórnin að láta þessa atburðarás fara svona fram eins og blasir við eða ætlar hún að grípa eitthvað inn í þetta? Alþingi taldi mikilvægt að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra og kom sérstaklega saman í sumarleyfinu til að bregðast við því. Ég spyr bara er þá ekki ástæða til að Alþingi íhugi þetta? Ef ekki þá verðum við bara að meta stöðuna í febrúar. Ég vil ekkert kveða upp úr með það. Það er ekki mitt að gera það einn. En ég get bara bent á að það blasir við að þetta er ekki í neinu samræmi við það sem við erum að gera á vinnumarkaðinum,“ segir Gylfi.
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira