Cena tók nokkrar af skærustu stjörnum íþróttaheimsins í gegn í tíu mínútna upphafatriði sínu en þar fengu menn á borð við LeBron James, Kevin Durant, Kevin Love, Peyton Manning og Kobe Bryant að kenna á því.
Cena benti á að ýmislegt væri nú líkt með alvöru íþróttum og þeim sem skrifaðar eru eins og fjölbragðaglíman sem er auðvitað uppspuni frá upphafi til enda og er aðallega hugsað sem skemmtiefni.
John Cena hefur verið að færa út kvíarnar undanfarin ár en hann hefur bæði gefið út rapptónlist og leikið í bíómyndum á borð við Trainwreck.
Meinfyndið uppistand hans í gær má sjá í spilaranum hér að neðan.