Enski boltinn

Jón Daði tók víkingaklappið með stuðningsmönnum Wolves | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði tekur húh-ið.
Jón Daði tekur húh-ið. vísir/getty
Stuðningsmenn Wolves hvöttu íslenska landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson til að taka íslenska víkingaklappið með sér eftir leik dagsins.

Wolves gerði 2-2 jafntefli við Rotherham í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar, en Jón Daði skoraði jöfnunarmark Wolves.

Eftir leikinn þegar Jón Daði ætlaði að fara labba til búningsherbergja kölluðu stuðningsmennirnir á Jón Daða og þjálfari Wolves, Walter Zenga, hvatti hann til að taka víkingaklappið með stuðningsmönnunum.

Selfyssingurinn ákvað að slá til og tók víkingaklappið með stuðningsmönnunum og nokkur “húh”. Umboðsskrifstofa Jóns Daða, Total Football, birti skemmtilegt myndband af þessu og það má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×