Erlent

Þrettán látnir eftir að kviknaði í út frá afmælisköku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verið var að halda fjölmenna afmælisveislu.
Verið var að halda fjölmenna afmælisveislu. Vísir/AFP
Minnst þrettán eru látnir og sex særðir eftir eldsvoða á skemmtistað í Rúðuborg í Frakklandi í nótt. Verið var að halda fjölmenna afmælisveislu.

Allt lítur út fyrir að rekja megi eldsvoðann til kertanna á afmæliskökunni en veislan fór fram í kjallara skemmtistaðsins. Talið er að kviknað hafi í plasti á þaki kjallarans. Við það hafi eiturgufur myndast sem kæft hafi þá sem létust í eldsvoðanum.

Innanríkisráðherra Frakklands segir að yfir fimmtíu slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir til svo berjast mætti við eldinn. Fórnarlömb eldsvoðans voru flest á aldrinum 18 til 25 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×