Fagnar sex ára afmæli Kiosk ásamt nýrri fatalínu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Eygló Margrét Lárusdóttir sýnir nýjustu fatalínuna sína Murder she wrote í dag. Vísir/Hanna Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst Tíska og hönnun Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst
Tíska og hönnun Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira