Þetta er svona gott stress Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2016 06:00 Anton sleppti setningarhátíðinni á Maracana-leikvanginum í gær. vísir/anton Það fer að breytast í hefð að það skuli vera Anton Sveinn McKee sem ríður á vaðið af íslensku keppendunum á Ólympíuleikum. Það gerðist fyrir fjórum árum í London og gerist aftur á leikunum í Ríó í ár. Anton Sveinn McKee þurfti að fórna setningarathöfninni í gærkvöldi en hann ætlar sér stóra hluti á þessum leikum og byggja ofan á flotta frammistöðu sína á síðustu stórmótum sínum. Fram undan er 100 metra bringusundið í dag. Fyrst undanrásir rétt fyrir sex að íslenskum tíma og svo undanúrslitasundið eftir miðnætti að íslenskum tíma takist Antoni að synda nógu hratt til þess að komast þangað. „Það fer að koma að þessu og ég er orðinn mjög spenntur. Síðustu dagar hafa gengið mjög vel og við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir í þorpinu. Allar aðstæður hér eru mjög flottar,“ segir Anton Sveinn.Hefur breyst sem sundmaður Anton Sveinn vill ekki láta stóra sviðið hafa of mikil áhrif á sig. „Það hjálpar mér vissulega að hafa farið áður á leikana. Ólympíuleikarnir eru náttúrulega stærri en þessi stórmót sem maður fer á en sundaðstaðan er eins og hún gengur og gerist á venjulegum mótum,“ segir hann. Anton er samt langt frá því að vera sami sundmaður og hann var á síðustu leikum enda að keppa í allt öðrum greinum á þessum leikum. „Ég er núna kominn í bringuna. Ég hef breyst eitthvað aðeins sem sundmaður. Ég er mjög sáttur við hvert ég er kominn í dag. Ég er spenntur fyrir að sjá hvernig þetta kemur út hjá mér. Þetta er búið að vera svona eitt skref í einu hjá mér,“ segir Anton Sveinn en í London fyrir fjórum árum synti hann 1.500 metra skriðsund og 400 metra fjórsund. Anton Sveinn var þá átján ára gamall en síðan þá hefur hann skipt yfir í bringusundið með frábærum árangri. Í Ríó syndir hann 100 og 200 metra bringusund. „Ég set markið hátt og vonast til að bæta mína bestu tíma. Markmiðin mín eiga að duga til þess að komast áfram og það hef ég sett stefnuna á,“ segir Anton Sveinn sem komst í úrslit á EM í London í maí. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að fara í gegnum undanúrslitin og úrslitin þar. Þá var ég nálægt mínum bestu tímum þrátt fyrir rosa litla hvíld. Það lofar bara góðu fyrir þetta mót,“ segir Anton.Anton Sveinn færði sig yfir í bringusundið með góðum árangri.vísir/antonKvöldæfingar í Ríó Hann keppti einnig fyrstur fyrir fjórum árum en þá munaði aðeins litlu á honum og öðrum íslenskum keppendum. Að þessu sinni á hann fyrsta daginn einn. „Það verður mjög gaman að ríða á vaðið aðra leikana í röð. Ég vona að ég nái bara að byrja leikana á góðu róli. Auðvitað er ég smá stressaður en það er ekkert af því að ég er að fara að keppa fyrstur. Það er ekkert að því. Þetta er svona gott stress,“ segir Anton. Sundfólkið keppir nú ekki lengur um morguninn í undanrásum heldur eftir hádegi. Úrslitakeppnin er síðan mjög seint. Íslenska sundfólkið var þess vegna á leiðinni á æfingu seint í gærkvöldi. „Það er seinni dagskrá og þess vegna er Jackie að fara með okkur á æfingu. Við þurfum aðeins að venjast þessu. Maður stillir sig bara inn á þennan hring en þessi tímasetning ætti ekki að skemma fyrir eða gera mann hægari. Þetta er bara eins og staðan er í dag. Ég sætti mig bara við það og æfi mig fyrir það,“ segir hann. Anton er ekki að fara að keppa í sinni bestu grein í dag. „200 metra bringusundið er svona aðalgreinin hjá mér. Það er minni pressa á mér í 100 metra bringusundinu og ég er kannski aðeins léttari í þeirri grein. Ég er samt sem áður mjög spenntur fyrir báðum greinum og tilbúinn í þær báðar.“Sniðugt að vera skynsamur Anton Sveinn var á setningarathöfninni fyrir fjórum árum en ákvað að vera skynsamur og sleppa henni núna. Hann gekk því ekki inn á Maracana-leikvanginn í gærkvöldi. Fyrir fjórum árum fór hann hins vegar á setningarathöfnina þrátt fyrir að keppa daginn eftir. „Ég sá ekkert eftir því að hafa farið á hana síðast. Það voru bara öðruvísi kringumstæður þá. Þá var þetta við hliðina á þorpinu og við fengum að labba beint inn og út. Það var miklu minna mál og tók ekki eins mikið á lappirnar,“ segir Anton og bætir við: „Ég labbaði þá beint inn á völlinn, fór bara inn og svo aftur út og skilaði mér síðan strax upp í þorp aftur. Núna var þetta öðruvísi, löng rútuferð og miklu tímafrekara. Það var bara sniðugast að vera skynsamur og vera heima.“ Gleðin geislaði af Antoni Sveini og hinu íslenska íþróttafólkinu þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í fyrrakvöld. Sambatakturinn verður vonandi til staðar í lauginni í dag. „Það er mjög gaman hjá okkur í íslenska hópnum og okkur líður mjög vel hérna. Við erum öll spennt fyrir því að fá að byrja þetta,“ segir Anton sem getur með góðum árangri fengið að synda tvisvar á fyrsta opinbera keppnisdegi Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Það fer að breytast í hefð að það skuli vera Anton Sveinn McKee sem ríður á vaðið af íslensku keppendunum á Ólympíuleikum. Það gerðist fyrir fjórum árum í London og gerist aftur á leikunum í Ríó í ár. Anton Sveinn McKee þurfti að fórna setningarathöfninni í gærkvöldi en hann ætlar sér stóra hluti á þessum leikum og byggja ofan á flotta frammistöðu sína á síðustu stórmótum sínum. Fram undan er 100 metra bringusundið í dag. Fyrst undanrásir rétt fyrir sex að íslenskum tíma og svo undanúrslitasundið eftir miðnætti að íslenskum tíma takist Antoni að synda nógu hratt til þess að komast þangað. „Það fer að koma að þessu og ég er orðinn mjög spenntur. Síðustu dagar hafa gengið mjög vel og við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir í þorpinu. Allar aðstæður hér eru mjög flottar,“ segir Anton Sveinn.Hefur breyst sem sundmaður Anton Sveinn vill ekki láta stóra sviðið hafa of mikil áhrif á sig. „Það hjálpar mér vissulega að hafa farið áður á leikana. Ólympíuleikarnir eru náttúrulega stærri en þessi stórmót sem maður fer á en sundaðstaðan er eins og hún gengur og gerist á venjulegum mótum,“ segir hann. Anton er samt langt frá því að vera sami sundmaður og hann var á síðustu leikum enda að keppa í allt öðrum greinum á þessum leikum. „Ég er núna kominn í bringuna. Ég hef breyst eitthvað aðeins sem sundmaður. Ég er mjög sáttur við hvert ég er kominn í dag. Ég er spenntur fyrir að sjá hvernig þetta kemur út hjá mér. Þetta er búið að vera svona eitt skref í einu hjá mér,“ segir Anton Sveinn en í London fyrir fjórum árum synti hann 1.500 metra skriðsund og 400 metra fjórsund. Anton Sveinn var þá átján ára gamall en síðan þá hefur hann skipt yfir í bringusundið með frábærum árangri. Í Ríó syndir hann 100 og 200 metra bringusund. „Ég set markið hátt og vonast til að bæta mína bestu tíma. Markmiðin mín eiga að duga til þess að komast áfram og það hef ég sett stefnuna á,“ segir Anton Sveinn sem komst í úrslit á EM í London í maí. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að fara í gegnum undanúrslitin og úrslitin þar. Þá var ég nálægt mínum bestu tímum þrátt fyrir rosa litla hvíld. Það lofar bara góðu fyrir þetta mót,“ segir Anton.Anton Sveinn færði sig yfir í bringusundið með góðum árangri.vísir/antonKvöldæfingar í Ríó Hann keppti einnig fyrstur fyrir fjórum árum en þá munaði aðeins litlu á honum og öðrum íslenskum keppendum. Að þessu sinni á hann fyrsta daginn einn. „Það verður mjög gaman að ríða á vaðið aðra leikana í röð. Ég vona að ég nái bara að byrja leikana á góðu róli. Auðvitað er ég smá stressaður en það er ekkert af því að ég er að fara að keppa fyrstur. Það er ekkert að því. Þetta er svona gott stress,“ segir Anton. Sundfólkið keppir nú ekki lengur um morguninn í undanrásum heldur eftir hádegi. Úrslitakeppnin er síðan mjög seint. Íslenska sundfólkið var þess vegna á leiðinni á æfingu seint í gærkvöldi. „Það er seinni dagskrá og þess vegna er Jackie að fara með okkur á æfingu. Við þurfum aðeins að venjast þessu. Maður stillir sig bara inn á þennan hring en þessi tímasetning ætti ekki að skemma fyrir eða gera mann hægari. Þetta er bara eins og staðan er í dag. Ég sætti mig bara við það og æfi mig fyrir það,“ segir hann. Anton er ekki að fara að keppa í sinni bestu grein í dag. „200 metra bringusundið er svona aðalgreinin hjá mér. Það er minni pressa á mér í 100 metra bringusundinu og ég er kannski aðeins léttari í þeirri grein. Ég er samt sem áður mjög spenntur fyrir báðum greinum og tilbúinn í þær báðar.“Sniðugt að vera skynsamur Anton Sveinn var á setningarathöfninni fyrir fjórum árum en ákvað að vera skynsamur og sleppa henni núna. Hann gekk því ekki inn á Maracana-leikvanginn í gærkvöldi. Fyrir fjórum árum fór hann hins vegar á setningarathöfnina þrátt fyrir að keppa daginn eftir. „Ég sá ekkert eftir því að hafa farið á hana síðast. Það voru bara öðruvísi kringumstæður þá. Þá var þetta við hliðina á þorpinu og við fengum að labba beint inn og út. Það var miklu minna mál og tók ekki eins mikið á lappirnar,“ segir Anton og bætir við: „Ég labbaði þá beint inn á völlinn, fór bara inn og svo aftur út og skilaði mér síðan strax upp í þorp aftur. Núna var þetta öðruvísi, löng rútuferð og miklu tímafrekara. Það var bara sniðugast að vera skynsamur og vera heima.“ Gleðin geislaði af Antoni Sveini og hinu íslenska íþróttafólkinu þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í fyrrakvöld. Sambatakturinn verður vonandi til staðar í lauginni í dag. „Það er mjög gaman hjá okkur í íslenska hópnum og okkur líður mjög vel hérna. Við erum öll spennt fyrir því að fá að byrja þetta,“ segir Anton sem getur með góðum árangri fengið að synda tvisvar á fyrsta opinbera keppnisdegi Ólympíuleikanna í Ríó.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira