Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 15:26 Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira