Bílskúrinn: Spenna á Suzuka Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2016 11:30 Nico Rosberg og Mercedes fagna eftir japanska kappaksturinn. Vísir/Getty Nico Rosberg tók risastórt skref í átt á sínum fyrsta heimsmeistaratitili í japanska kappakstrinum um liðna helgi. Lið Rosberg, Mercedes tryggði sér um leið þriðja heimsmeistaratitil sinn í röð. Getur Hamilton komið til baka, í alvörunni? Eru ræsingar of stór þáttur í heimsmeistarakeppni? Verður einhver framþróun á bílum héðan í frá? Varðist Verstappen of harkalega? Hver var ökumaður dagsins? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Baksvipurinn á Lewis Hamilton.Vísir/gettyGetur Hamilton komið til baka? Í alvörunni? Fjórar keppnir eru eftir, það eru 25 stig fyrir fyrsta sætið í hverri þeirra. Það gefur því auga leið að 100 stig eru í pottinum. Lewis Hamilton getur því fræðilega enn orðið heimsmeistari ökumanna. Líkurnar eru þó hverfandi með hverri keppni sem lýkur. Sérstaklega ef þeim lýkur með þannig að Rosberg eykur forskot sitt. Allt getur þó gerst í kappakstri og það gerist yfirleitt, eins og hinn goðsagnakenndi lýsandi Murray Walker sagði eitt sinn. Hamilton þarf að snúa aftur til vinnandi vegar, ætli hann sér að ná í sinn fjórða heimsmeistaratitil sem ökumaður. Nú dugar Hamilton ekki að vinna allar keppnirnar fjórar sem eftir eru, ef Rosberg verður alltaf í öðru sæti. Hamilton þarf því að treysta á að einhver komist á milli þeirra liðsfélaganna. Helst þyrfti Hamilton á því að halda að Rosberg falli úr leik svona eins og einu sinni eða tvisvar, en tryggja að hann vinni þá keppnina sjálfur.Ræsingin í Japan. Hamilton er í miðri þvögu fyrir aftan Kimi Raikkonen á Ferrari.Vísir/GettyEru ræsingar ákvörðunarvaldur í heimsmeistarakeppninni? Ræsingarnar hafa valdið heimsmeisturum Mercedes miklum hausverk á árinu. Það er öruggt að Mercedes hefur lagt töluvert af sínum mikla þunga í að komast til botns í vandanum. Aðrir virðast ekki eiga í sömu vandræðum. Ferrari liðið til að mynda græðir yfirleitt einhver sæti í ræsingu. Red Bull eiga það einnig til að verða eldsnöggir í ræsingum. Hamilton virðist hafa þjáðst meira af slökum ræsingum. Af þeim sjö ráspólum sem Hamilton hefur náð í á tíambilinu hefur hann einungis tvisvar haldið forystunni í gegnum fyrstu beygju. Hann hefur alls tapað 23 sætum í ræsingum á árinu. Japanski kappaksturinn var þar veigamestur en þar tapaði Hamilton sex sætinum í ræsingu en ræsti annar. Rosberg hefur þó fengið sinn skerf af slökum ræsingum líka. Hann tapaði 14 sætum í ræsingu fram að malasíska kappakstrinum sem var keppnin á undan þeirri í Japan. Í Malasíu tapaði Rosberg 15 sætum í fyrstu beygju eftir samstuð við Sebastian Vettel. Það var því ekki ræsingunni sjálfri að kenna. Ræsingar hafa augljóslega haft áhrif á keppnir fremstu manna í ár og þar með úrslit keppnanna og þar með heimsmeistarakeppni ökumanna.Red Bull, Force India og Ferrari eru líklega enn að þróa bíla sína. Þó með annað augað á næsta ári.Vísir/GettyEru allir hættir að þróa bíla sína í ár? Leiða má líkum að því að nýkrýndir heimsmeistarar Mercedes séu farnir að hugsa algjörlega um hönnun bíls næsta árs. Ferrari og Red Bull eru í harðri rimmu um annað sæti í keppni bílasmiða. Red Bull leiðir þá baráttu með 50 stigum. Þar sem milljónir dollara er munurinn á að lenda í öðru eða þriðja sæti eru bæði lið sennilega enn með hugann að einvherju leyti við bíl ársins 2016. Eins eru Force India og Williams í gallharðri baráttu um fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar er munurinn 10 stig Force India í vil. Líklega vill Force India halda í fjórða sætið. Eins og áður segir hefur Mercedes líklega hætt þróun bíls ársins 2016. Þeir gætu því enn verið með forskot í þróun bílanna á næsta ári.Hamilton læsir dekki við að reyna að bremsa seinna en Verstappen og komast fram úr. Það gekk ekki.Vísir/gettyVarðist Verstappen of harkalega? Fastur liður eins og venjulega í Bílskúrnum. Voru varnartilburðir of vel í lagðir? Max Verstappen á Red Bull og Lewis Hamilton glímdu harkalega um tíma á brautinni. Komið var undir lok keppninnar og Hamilton gerði eina alvöru tilraun til að komast fram úr Verstappen. Hamilton reyndi að leika á ungstirnið í síðustu beygju hringsins en Verstappen brást við. hamilton þurfti þá að leita út fyrir brautina og sleppa því að taka beygjuna til að eyja von um hreinlega að klára kappaksturinn. Hins vegar er ekki við Verstappen að sakast, ekki að þessu sinni að minnsta kosti. Hann brást einu sinni við, skynsamlega og fylgdi þeirri stefnu sem hann tók. Hamilton klúðraði einfaldlega möguleikanum á framúrakstri.Nico Rosberg getur ekki verið annað en kátur með útnefningu blaðamanns. Líklega er hann líka ánægður með að auka forskot sitt um 10 stig.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Augljósa svarið er Nico Rosberg á Mercedes. Enda fljótastur á öllum æfingum, ræsti af stað á ráspól og kom fyrstur í mark. Hann fullkomnaði ekki alveg þrennuna. Hann náði ekki hraðasta hring í keppninni. Hins vegar tókst honum að spara bíl sinn talsvert sem gæti skipt miklu á lokametrum heimsmeistaramótsins. Hann stjórnaði keppninni algjörlega og fór vel með bílinn á meðan. Hans helsti keppinautur og liðsfélagi, Hamilton þurfti aftur á móti að taka mun meira á sínum bíl og því ekki ólíklegt að hann hafi slitið bílnum meira út. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ég mun gefa allt sem ég á í þær keppnir sem eru eftir Nico Rosberg kom fyrstur í mark í Japan. Lewis Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni og þurfti að hafa töluvert fyrir því að ná í sitt hundraðasta verðlaunasæti í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. október 2016 11:00 Er Hamilton að kasta frá sér titilbaráttunni? | Sjáðu uppgjörsþáttinn Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark og Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða. Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir allt það helsta frá japanska kappakstrinum í dag. 9. október 2016 14:00 Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 9. október 2016 06:20 Sebastien Buemi vann Formúlu E í Hong Kong Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. 9. október 2016 16:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg tók risastórt skref í átt á sínum fyrsta heimsmeistaratitili í japanska kappakstrinum um liðna helgi. Lið Rosberg, Mercedes tryggði sér um leið þriðja heimsmeistaratitil sinn í röð. Getur Hamilton komið til baka, í alvörunni? Eru ræsingar of stór þáttur í heimsmeistarakeppni? Verður einhver framþróun á bílum héðan í frá? Varðist Verstappen of harkalega? Hver var ökumaður dagsins? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Baksvipurinn á Lewis Hamilton.Vísir/gettyGetur Hamilton komið til baka? Í alvörunni? Fjórar keppnir eru eftir, það eru 25 stig fyrir fyrsta sætið í hverri þeirra. Það gefur því auga leið að 100 stig eru í pottinum. Lewis Hamilton getur því fræðilega enn orðið heimsmeistari ökumanna. Líkurnar eru þó hverfandi með hverri keppni sem lýkur. Sérstaklega ef þeim lýkur með þannig að Rosberg eykur forskot sitt. Allt getur þó gerst í kappakstri og það gerist yfirleitt, eins og hinn goðsagnakenndi lýsandi Murray Walker sagði eitt sinn. Hamilton þarf að snúa aftur til vinnandi vegar, ætli hann sér að ná í sinn fjórða heimsmeistaratitil sem ökumaður. Nú dugar Hamilton ekki að vinna allar keppnirnar fjórar sem eftir eru, ef Rosberg verður alltaf í öðru sæti. Hamilton þarf því að treysta á að einhver komist á milli þeirra liðsfélaganna. Helst þyrfti Hamilton á því að halda að Rosberg falli úr leik svona eins og einu sinni eða tvisvar, en tryggja að hann vinni þá keppnina sjálfur.Ræsingin í Japan. Hamilton er í miðri þvögu fyrir aftan Kimi Raikkonen á Ferrari.Vísir/GettyEru ræsingar ákvörðunarvaldur í heimsmeistarakeppninni? Ræsingarnar hafa valdið heimsmeisturum Mercedes miklum hausverk á árinu. Það er öruggt að Mercedes hefur lagt töluvert af sínum mikla þunga í að komast til botns í vandanum. Aðrir virðast ekki eiga í sömu vandræðum. Ferrari liðið til að mynda græðir yfirleitt einhver sæti í ræsingu. Red Bull eiga það einnig til að verða eldsnöggir í ræsingum. Hamilton virðist hafa þjáðst meira af slökum ræsingum. Af þeim sjö ráspólum sem Hamilton hefur náð í á tíambilinu hefur hann einungis tvisvar haldið forystunni í gegnum fyrstu beygju. Hann hefur alls tapað 23 sætum í ræsingum á árinu. Japanski kappaksturinn var þar veigamestur en þar tapaði Hamilton sex sætinum í ræsingu en ræsti annar. Rosberg hefur þó fengið sinn skerf af slökum ræsingum líka. Hann tapaði 14 sætum í ræsingu fram að malasíska kappakstrinum sem var keppnin á undan þeirri í Japan. Í Malasíu tapaði Rosberg 15 sætum í fyrstu beygju eftir samstuð við Sebastian Vettel. Það var því ekki ræsingunni sjálfri að kenna. Ræsingar hafa augljóslega haft áhrif á keppnir fremstu manna í ár og þar með úrslit keppnanna og þar með heimsmeistarakeppni ökumanna.Red Bull, Force India og Ferrari eru líklega enn að þróa bíla sína. Þó með annað augað á næsta ári.Vísir/GettyEru allir hættir að þróa bíla sína í ár? Leiða má líkum að því að nýkrýndir heimsmeistarar Mercedes séu farnir að hugsa algjörlega um hönnun bíls næsta árs. Ferrari og Red Bull eru í harðri rimmu um annað sæti í keppni bílasmiða. Red Bull leiðir þá baráttu með 50 stigum. Þar sem milljónir dollara er munurinn á að lenda í öðru eða þriðja sæti eru bæði lið sennilega enn með hugann að einvherju leyti við bíl ársins 2016. Eins eru Force India og Williams í gallharðri baráttu um fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar er munurinn 10 stig Force India í vil. Líklega vill Force India halda í fjórða sætið. Eins og áður segir hefur Mercedes líklega hætt þróun bíls ársins 2016. Þeir gætu því enn verið með forskot í þróun bílanna á næsta ári.Hamilton læsir dekki við að reyna að bremsa seinna en Verstappen og komast fram úr. Það gekk ekki.Vísir/gettyVarðist Verstappen of harkalega? Fastur liður eins og venjulega í Bílskúrnum. Voru varnartilburðir of vel í lagðir? Max Verstappen á Red Bull og Lewis Hamilton glímdu harkalega um tíma á brautinni. Komið var undir lok keppninnar og Hamilton gerði eina alvöru tilraun til að komast fram úr Verstappen. Hamilton reyndi að leika á ungstirnið í síðustu beygju hringsins en Verstappen brást við. hamilton þurfti þá að leita út fyrir brautina og sleppa því að taka beygjuna til að eyja von um hreinlega að klára kappaksturinn. Hins vegar er ekki við Verstappen að sakast, ekki að þessu sinni að minnsta kosti. Hann brást einu sinni við, skynsamlega og fylgdi þeirri stefnu sem hann tók. Hamilton klúðraði einfaldlega möguleikanum á framúrakstri.Nico Rosberg getur ekki verið annað en kátur með útnefningu blaðamanns. Líklega er hann líka ánægður með að auka forskot sitt um 10 stig.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Augljósa svarið er Nico Rosberg á Mercedes. Enda fljótastur á öllum æfingum, ræsti af stað á ráspól og kom fyrstur í mark. Hann fullkomnaði ekki alveg þrennuna. Hann náði ekki hraðasta hring í keppninni. Hins vegar tókst honum að spara bíl sinn talsvert sem gæti skipt miklu á lokametrum heimsmeistaramótsins. Hann stjórnaði keppninni algjörlega og fór vel með bílinn á meðan. Hans helsti keppinautur og liðsfélagi, Hamilton þurfti aftur á móti að taka mun meira á sínum bíl og því ekki ólíklegt að hann hafi slitið bílnum meira út.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ég mun gefa allt sem ég á í þær keppnir sem eru eftir Nico Rosberg kom fyrstur í mark í Japan. Lewis Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni og þurfti að hafa töluvert fyrir því að ná í sitt hundraðasta verðlaunasæti í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. október 2016 11:00 Er Hamilton að kasta frá sér titilbaráttunni? | Sjáðu uppgjörsþáttinn Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark og Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða. Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir allt það helsta frá japanska kappakstrinum í dag. 9. október 2016 14:00 Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 9. október 2016 06:20 Sebastien Buemi vann Formúlu E í Hong Kong Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. 9. október 2016 16:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton: Ég mun gefa allt sem ég á í þær keppnir sem eru eftir Nico Rosberg kom fyrstur í mark í Japan. Lewis Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni og þurfti að hafa töluvert fyrir því að ná í sitt hundraðasta verðlaunasæti í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. október 2016 11:00
Er Hamilton að kasta frá sér titilbaráttunni? | Sjáðu uppgjörsþáttinn Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark og Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða. Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir allt það helsta frá japanska kappakstrinum í dag. 9. október 2016 14:00
Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 9. október 2016 06:20
Sebastien Buemi vann Formúlu E í Hong Kong Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. 9. október 2016 16:45