Hæstiréttur fellir niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 16:04 Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Hæstiréttur felldi í dag niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group en Hannes var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Hæstiréttur fellir málið niður vegna mikilla tafa sem orðið hafa á því og verður ekki annað skilið af dómnum en tafirnar séu á ábyrgð ákæruvaldsins sem meðal annars skilaði of seint inn greinargerð til réttarins vegna málsins. Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Í reifun dóms Hæstaréttar er það rakið hvers vegna málið er fellt niður en þar kemur fram að eftir afhendingu málsgagna hafi ákæruvaldið fengið frest til 24. ágúst 2016 til þess að skila greinargerð í málinu. Sá frestur var hins vegar framlengdur að ósk ákæruvaldsins tvisvar, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Ekki var óskað eftir frekari fresti en greinargerð var þó ekki skilað fyrr en þann 26. september eða fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í kjölfarið krafðist Hannes þess að málið yrði fellt niður en til vara að því yrði vísað frá dómi. Hæstiréttur féllst á að fella málið niður vegna gífurlegra og óútskrýrðra tafa, eins og það er orðað, af hálfu ákæruvaldsins. „Rakið var að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu X. Að virtu ákvæði 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, var talið að þessar gífurlegu og óútskýrðu tafir á málinu hefðu gefið enn ríkari ástæðu en endranær til þess að rekstur málsins færi ekki frekar úr skorðum hvað málshraða varðaði. Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hefði ekki verið réttlætt, var fallist á kröfu X um að málið yrði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í reifun Hæstaréttar. Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group en Hannes var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Hæstiréttur fellir málið niður vegna mikilla tafa sem orðið hafa á því og verður ekki annað skilið af dómnum en tafirnar séu á ábyrgð ákæruvaldsins sem meðal annars skilaði of seint inn greinargerð til réttarins vegna málsins. Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Í reifun dóms Hæstaréttar er það rakið hvers vegna málið er fellt niður en þar kemur fram að eftir afhendingu málsgagna hafi ákæruvaldið fengið frest til 24. ágúst 2016 til þess að skila greinargerð í málinu. Sá frestur var hins vegar framlengdur að ósk ákæruvaldsins tvisvar, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Ekki var óskað eftir frekari fresti en greinargerð var þó ekki skilað fyrr en þann 26. september eða fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í kjölfarið krafðist Hannes þess að málið yrði fellt niður en til vara að því yrði vísað frá dómi. Hæstiréttur féllst á að fella málið niður vegna gífurlegra og óútskrýrðra tafa, eins og það er orðað, af hálfu ákæruvaldsins. „Rakið var að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu X. Að virtu ákvæði 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, var talið að þessar gífurlegu og óútskýrðu tafir á málinu hefðu gefið enn ríkari ástæðu en endranær til þess að rekstur málsins færi ekki frekar úr skorðum hvað málshraða varðaði. Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hefði ekki verið réttlætt, var fallist á kröfu X um að málið yrði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í reifun Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39
Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15
Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09