Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Icewear stendur í stórræðum, hann byggir verslunarmiðstöð í Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Antonbrink Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira