Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2016 11:44 Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín. Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín.
Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15