Segir ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins um kranaslysið afar sérstök Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 11:25 Kraninn umræddi sem undirverktaki Þarfaþings var með á leigu. Vísir/GVA „Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel. Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
„Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel.
Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53
Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14