Segir ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins um kranaslysið afar sérstök Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 11:25 Kraninn umræddi sem undirverktaki Þarfaþings var með á leigu. Vísir/GVA „Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel. Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel.
Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53
Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14