Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2016 16:17 Unnsteinn Manúel og félagar spila ekki á Þjóðhátíð eins og staðan er í dag. Stefnubreytingu þurfi. Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas munu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár eins og til stóð nema stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Vestmannaeyjum, og það strax. Þeim blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Sveitirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Þjóðhátíð sé frábær hátíð en kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Vísa sveitirnar þar til ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmanneyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, að veita fjölmiðlum ekki tölfræðilegar upplýsingar um tilkynnt kynferðisbrot á meðan á Þjóðhátíð stendur.Sjá einnig:Elliði bæjarstjóri segir um misskilning að ræða Páley hefur bent á að þannig sé málum háttað árið um kring í Eyjum en um annað háttalag er að ræða en tíðkast hjá flestum lögregluembættum á landinu. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja að best væri að málum væri eins háttað hjá öllum embættum. Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, í Úlfi Úlfi.Vísir/ERNIR Beita öllum tiltækum ráðum Rappararnir í Úlfur Úlfur fordæmdu ákvörðunina í yfirlýsingu í gær og nú hafa þeir og ofangreindir listamenn gengið skrefinu lengra. Ljóst er að um töluvert högg er að ræða fyrir Þjóðhátíð enda er um að ræða marga af vinsælustu listamönnum landsins. „Þjóðhátíð, Vestmannaeyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Unnsteinn Manúel, söngvari Retro Stefson, í yfirlýsingunni sem birt var á RÚV í dag. „Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, baðst undan viðtali að svo stöddu þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann ætlaði að veita viðtal eftir hálftíma en sagði svo að nefndin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið á misskilningi byggt. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Yfirlýsingin hljómsveitanna í heild Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður. Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum. Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas. Kær kveðja, Strákarnir Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas munu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár eins og til stóð nema stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Vestmannaeyjum, og það strax. Þeim blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Sveitirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Þjóðhátíð sé frábær hátíð en kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Vísa sveitirnar þar til ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmanneyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, að veita fjölmiðlum ekki tölfræðilegar upplýsingar um tilkynnt kynferðisbrot á meðan á Þjóðhátíð stendur.Sjá einnig:Elliði bæjarstjóri segir um misskilning að ræða Páley hefur bent á að þannig sé málum háttað árið um kring í Eyjum en um annað háttalag er að ræða en tíðkast hjá flestum lögregluembættum á landinu. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja að best væri að málum væri eins háttað hjá öllum embættum. Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, í Úlfi Úlfi.Vísir/ERNIR Beita öllum tiltækum ráðum Rappararnir í Úlfur Úlfur fordæmdu ákvörðunina í yfirlýsingu í gær og nú hafa þeir og ofangreindir listamenn gengið skrefinu lengra. Ljóst er að um töluvert högg er að ræða fyrir Þjóðhátíð enda er um að ræða marga af vinsælustu listamönnum landsins. „Þjóðhátíð, Vestmannaeyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Unnsteinn Manúel, söngvari Retro Stefson, í yfirlýsingunni sem birt var á RÚV í dag. „Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, baðst undan viðtali að svo stöddu þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann ætlaði að veita viðtal eftir hálftíma en sagði svo að nefndin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið á misskilningi byggt. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Yfirlýsingin hljómsveitanna í heild Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður. Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum. Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas. Kær kveðja, Strákarnir
Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48