Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2016 11:48 Átján kynferðisbrot á útihátíðum voru tilkynnt til Stígamóta í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. Þrjár nauðganir á Þjóðhátíð voru tilkynntar til Neyðarmóttökunnar. Vísir/Vihelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar. Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra. Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð. Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum. Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar. Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra. Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð. Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum.
Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26
Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04
Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14