„Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður,“ sagði Cruz í dag.
Bæði Cruz og Trump sóttust eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins en í kosningabaráttunni veittist Trump reglulega persónulega gegn Cruz. Hann kallaði hann „lyin‘ Ted“ eða lygara nánast alla baráttuna. Hann gerði lítið úr útliti eiginkonu Cruz og ýjaði að því að faðir Cruz tengdist Lee Harvey Oswal, sem myrti John F. Kennedy.
Cruz hafði áður sagt að hann myndi styðja þann sem bæri sigur úr býtum og hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ganga á bak orða sinna.
„Sú yfirlýsing var ekki var ekki ófrávíkjanleg skuldbinding. Ef þú dreifir rógi og ræðst gegn Heidi, muni ég samt koma eins og hýddur hundur og þakka þér fyrir að tala illa um konu mína og föður.“