Sigmundur Davíð: Ljóst hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda kosningar í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 17:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04