Lífið

Ásdís Rán komin með aukaréttindi á þyrlu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kannski flýgur Ásdís Rán einhvern tímann þessari þyrlu, Absolut Elyx copper chopper.
Kannski flýgur Ásdís Rán einhvern tímann þessari þyrlu, Absolut Elyx copper chopper.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta er komin með aukinn þyrluflugmannsréttindi. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar.

„Eftir erfiða og átakamikla þjálfun sem þyrluflugmaður og tæknilega þjálfun hjá Heliair Sweden er ég orðin A-stjörnu flugmaður með stöðu As350b2 og As350b3 flugmanns. Árinn, þetta var erfitt,“ segir Ásdís en fyrst bárust fregnir af þyrludellu hennar árið 2013. Þá sagðist hún hyggja á þyrluflugmannsnám í London og láta þannig gamlan draum rætast. Það gekk þó ekki upp í það skiptið. Í fyrra hóf hún draumanámið í Rúmeníu og fékk þyrlupróf. Í dag útskrifaðist hún hins vegar með As350b2 og As350b3 réttindi frá skóla í Svíþjóð. Ásdís býr í Búlgaríu um þessar mundir. 



Uppfært:

Upphaflega stóð í fréttinni að um atvinnumannspróf væri að ræða. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt hér með.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×