Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um þá hörmulegu atburðarás sem átt hefur sér stað í sýrlensku stórborginni Aleppo á undanförnum dögum. Loftárásir dynja á borginni en vopnahlé rann út í sandinn í dag og ekkert varð af björgun óbreytta borgara á svæðinu.

Við ræðum við formann Sjómannasambands Íslands í beinni útsendingu en sjómenn kolfelldu nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Ótímabundið verkfall hefst klukkan 20:00 í kvöld.

Þá kynnum við okkur jólatörnina sem byrjaði snemma á pósthúsum landsins. Á einu pósthúsi tvöfaldast pakkafjöldinn milli ára enda versla Íslendingar mun meira á netinu en áður.

Hænsnabóndi segir fósturhænur vera jólagjöfina í ár en hann er með um fjögur hundruð manns á biðlista sem bíða eftir að fá hænu í fóstur.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×