Erlent

Auðmönnum í Svíþjóð fjölgar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ingvar Kamprad, eigandi IKEA, er ríkastur milljarðamæringanna 178 í Svíþjóð.
Ingvar Kamprad, eigandi IKEA, er ríkastur milljarðamæringanna 178 í Svíþjóð.
Milljarðamæringar í Svíþjóð eru 178 og hefur þeim fjölgað um 22 frá því í fyrra, samkvæmt úttekt viðskiptaritsins Veckans Affärer. Samtals nema eignir milljarðamæringanna rétt rúmum 2.000 milljörðum sænskra króna. Það er rúmlega tvöfalt hærri upphæð en fjárlög sænska ríkisins fyrir næsta ár en þau eru upp á 972 milljarða sænskra króna.

Eins og áður er Ingvar Kamprad, eigandi IKEA, efstur á lista yfir milljarðamæringana. Í úttektinni er miðað við að hann sé eini eigandi húsgagnarisans þrátt fyrir að eignum hafi verið komið fyrir í ýmsum sjóðum. Eignir Kamprads eru metnar á 655 milljarða sænskra króna.

Verslunarmenn, fasteignaeigendur, erfingjar, kaupsýslumenn og eigendur tæknifyrirtækja eru á listanum yfir allra ríkustu Svíana. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×