Mariah Carey hélt hátíðlega jólatónleika í Beacon Center í New York fyrr í vikunni. Þar tók hún sína helstu jólaslagara og fékk til sín góða gesti á sviðið eins og John Legend. Söngkonan Beyoncé var að sjálfsögðu á staðnum ásamt dóttur sinni, Blue Ivy.
Eftir tónleikana hittust stórsöngkonurnar baksviðs ásamt börnunum en tvíburar Mariah voru einnig á staðnum. Carey tók myndir af þeim saman og deildi á Instagram síðunni sinni. Þetta hefur eflaust verið eftirminnilegur fundur.