Prófessor í hagfræði segir álit matsfyrirtækjanna skipta enn máli Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Lánshæfiseinkunnin fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. Vísir/Anton Brink Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09
Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17