Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 10:31 Vilhjálmur Bjarnason er hér lengst til vinstri en myndin er tekin í Valhöll í gær áður en fyrstu tölur úr prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp. Vísir/Friðrik Þór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31