Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 19:30 Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira