Viðskipti innlent

Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður lækkun vaxta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans. Myndin er frá fundinum í morgun.
Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans. Myndin er frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%.

Í tilkynningu frá bankanum segir að samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans sem birtist í nýju hefti Peningamála séu horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9%, og gert sé ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári.

„Þrátt fyrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um tveggja og hálfs árs skeið. Í júlí mældist hún 1,1% og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015. Viðskiptakjarabati, lítil alþjóðleg verðbólga, aðhaldssöm peningastefna og hækkun gengis krónunnar hafa vegið á móti áhrifum launahækkana á verðlag. Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.

Bein útsending verður frá fundi peningastefnunefndar í Seðlabankanum og hefst útsendingin klukkan 10 í spilaranum  hér að neðan.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×