Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða jón hákon halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps. Fréttablaðið/Pjetur Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali. Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali.
Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira