Viðskipti innlent

Berglind Ósk til AZAZO

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur hafið störf á ráðgjafasviði AZAZO.

Berglind starfaði áður hjá KPMG og segir í tilkynningu að sérsvið hennar sé stjórnarhættir fyrirtækja (corporate governance).

„Hún hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að bæta stjórnarhætti sína, var ritstjóri Handbókar stjórnarmanna og hefur annast fræðslu fyrir stjórnarmenn. Berglind lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og fékk réttindi til að vera héraðsdómslögmaður (hdl.) árið 2008.

AZAZO er hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem hefur meðal annars þróað stjórnarvefgáttina AZAZO BoardMeetings sem fjölmörg íslensk fyrirtæki nýta sér.

Berglind mun vera leiðandi í frekari þróun stjórnarvefgáttarinnar ásamt því að koma að þróun og innleiðingu annarra lausna AZAZO,“ segir í tilkynningunni.

AZAZO er íslenskt hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna en þar starfa um fimmtíu manns í sex löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×