Dómskerfið „eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2016 15:39 Áslaug er harðorð í garð héraðsdóms og sakar innanríkisráðuneytið um þöggunartilburði. Vísir/Valgarður Dómskerfið er orðið eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun sem lýtur eigin lögmálum og geðþótta, án raunhæfs eftirlits og ábyrgðar, segir Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árin 2010 til 2015, í umsögn sinni við frumvarp innanríkisráðherra um Landsrétt. Áslaug segir fámennan hóp lögfræðinga fá því ráðið hverjir verði dómarar, hverjir það séu sem stjórna, hvernig sé stjórnað og eigi geðþóttaval um það hvort lögum sé fylgt innan dómskerfisins. „Stjórnendur dómstólanna skáka í skjóli þess að það er ekkert raunverulegt eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna og þeir geta beitt stjórnsýslulegu valdi sínu til þess að gera þeim sem gagnrýna lífið leitt,“ segir Áslaug.Ráðuneytið meðvitað um skort á eftirliti Innanríkisráðuneytið sé meðvitað um að innra eftirlit héraðsdómstólanna hafi ekki gengið vel og um vísbendingar um skort á reglu- og lögfylgni, en að þrátt fyrir það standi áfram til samkvæmt frumvarpinu að dómsvaldið stýri sér sjálft „án nokkurra reglna um skyldu til að lúta m.a málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, lýðræðislegu gagnsæi og hvað þá raunhæfu eftirliti.“ Hún segir stjórnendur dómstólanna hafa hunsað skýr ákvæði jafnréttislaga við skipan fulltrúa í valnefnd dómara frá árinu 2009 og borið við sjálfstæði dómsvalds. Einungis karlar hafi verið tilnefndir sem aðalmenn þrátt fyrir ákvæði um að tilefna skuli bæði karl og konu.Sakar ráðuneytið um þöggun Þá sakar Áslaug innanríkisráðuneytið um þöggun. Fleiri en eitt mál hafi komið inn á borð innanríkisráðuneytisins undanfarin ár, að minnsta kosti allt frá tíð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna meintra ólögmætra starfshátta héraðsdómstólanna/dómstólaráðs. „Ekki hefur verið tekið á þeim málum og þau jafnvel þögguð 2 niður m.a. með gerð starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólaráðs sem sakað hafði tvo dómstólaráðsmenn, sem jafnframt voru dómstjórar, um brot.“ Þá vísar hún í frétt Stundarinnar þess efnis að systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi fengið starf sem ekki hafi verið auglýst haustið 2013. Þannig hafi verið brotið í bága við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins. Dómstólaráði og flestum var kunnugt um málavexti. „Enginn þorði að segja neitt, enda getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi,“ segir Áslaug. Hún rekur þó nokkur mál í umsögn sinni, en telur að hefði skilvirkt eftirlit með stjórnsýslu dómara og eftirlit með dómstjórum „án þeirra sterku hagsmunatengsla og samtryggingar sem nú er við lýði, getað komið í veg fyrir flest þau mál sem hér hafa verið rakin.“ Áslaug segir frumvarpið ekki bæta úr alvarlegum veikleikum í stjórnsýslu dómsvaldsins, þar á meðal skorti á gagnsæi, raunhæfu eftirliti með stjórnendum dómsvaldsins og ábyrgð þeirra. Þá sé hvorki fjallað um né tekið á veikri stöðu kvenna í dómskerfinu.Umsögn Áslaugar er ítarleg, en hana má lesa í heild hér. Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Dómskerfið er orðið eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun sem lýtur eigin lögmálum og geðþótta, án raunhæfs eftirlits og ábyrgðar, segir Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árin 2010 til 2015, í umsögn sinni við frumvarp innanríkisráðherra um Landsrétt. Áslaug segir fámennan hóp lögfræðinga fá því ráðið hverjir verði dómarar, hverjir það séu sem stjórna, hvernig sé stjórnað og eigi geðþóttaval um það hvort lögum sé fylgt innan dómskerfisins. „Stjórnendur dómstólanna skáka í skjóli þess að það er ekkert raunverulegt eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna og þeir geta beitt stjórnsýslulegu valdi sínu til þess að gera þeim sem gagnrýna lífið leitt,“ segir Áslaug.Ráðuneytið meðvitað um skort á eftirliti Innanríkisráðuneytið sé meðvitað um að innra eftirlit héraðsdómstólanna hafi ekki gengið vel og um vísbendingar um skort á reglu- og lögfylgni, en að þrátt fyrir það standi áfram til samkvæmt frumvarpinu að dómsvaldið stýri sér sjálft „án nokkurra reglna um skyldu til að lúta m.a málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, lýðræðislegu gagnsæi og hvað þá raunhæfu eftirliti.“ Hún segir stjórnendur dómstólanna hafa hunsað skýr ákvæði jafnréttislaga við skipan fulltrúa í valnefnd dómara frá árinu 2009 og borið við sjálfstæði dómsvalds. Einungis karlar hafi verið tilnefndir sem aðalmenn þrátt fyrir ákvæði um að tilefna skuli bæði karl og konu.Sakar ráðuneytið um þöggun Þá sakar Áslaug innanríkisráðuneytið um þöggun. Fleiri en eitt mál hafi komið inn á borð innanríkisráðuneytisins undanfarin ár, að minnsta kosti allt frá tíð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna meintra ólögmætra starfshátta héraðsdómstólanna/dómstólaráðs. „Ekki hefur verið tekið á þeim málum og þau jafnvel þögguð 2 niður m.a. með gerð starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólaráðs sem sakað hafði tvo dómstólaráðsmenn, sem jafnframt voru dómstjórar, um brot.“ Þá vísar hún í frétt Stundarinnar þess efnis að systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi fengið starf sem ekki hafi verið auglýst haustið 2013. Þannig hafi verið brotið í bága við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins. Dómstólaráði og flestum var kunnugt um málavexti. „Enginn þorði að segja neitt, enda getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi,“ segir Áslaug. Hún rekur þó nokkur mál í umsögn sinni, en telur að hefði skilvirkt eftirlit með stjórnsýslu dómara og eftirlit með dómstjórum „án þeirra sterku hagsmunatengsla og samtryggingar sem nú er við lýði, getað komið í veg fyrir flest þau mál sem hér hafa verið rakin.“ Áslaug segir frumvarpið ekki bæta úr alvarlegum veikleikum í stjórnsýslu dómsvaldsins, þar á meðal skorti á gagnsæi, raunhæfu eftirliti með stjórnendum dómsvaldsins og ábyrgð þeirra. Þá sé hvorki fjallað um né tekið á veikri stöðu kvenna í dómskerfinu.Umsögn Áslaugar er ítarleg, en hana má lesa í heild hér.
Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira