Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Tóams Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:45 Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira